Í Flóanum

19.04.2015 20:58

Lífsbarátta á 19. öld

Nafn langalangömmu minnar er ekki nefnt í frásögnum í þjóðsagnasafni JÁ um drauginn í Kverártungu ("Kverkártungubrestinn" eða "Tungubrestinn" eins og hann er nefndur fyrir austan).Draugagangur () Kemur hún þó þar talsvert við sögu.

Hún mun hafa heitið Helga Friðfinnsdóttir og var fædd  í Sleggjastaðasókn N-Múl 1839. Faðir hennar (Friðfinnur Eiríksson 1798-1873) var þingeyskrar ættar, fæddur í Laxárdal S-Þing en móðir hennar (Ingibjörg Ormsdóttir 1799-1865) var úr Sauðanessókn í N-Þing.

Hún elst upp hjá foreldrum sínum. Þau búa m.a. á Gunnarsstöðum í Skeggjastaðasókn N-Múl. 18 ára gömul giftist hún Páli Pálssynni sem þá er 39 ára gamall og á með honum barn (Hólmfríði Pálsdóttur 1857-1861) Tveimur árum seinna árið 1859 hefja þau búskap í Kverkártungu og eignast sitt annað barn (Guðríði Pálsdóttur 1860-1935) árið eftir. 

Páll var fæddur í Bægisársókn í Eyjafirði en foreldrar hans voru báðir Þingeyingar. Faðir hans (Páll Eiríksson 1782-1860) var úr Aðaldal S-Þing en móðir hans (Guðbjörg Þorkelsdóttir 1788-1862) var fædd í Draflastaðasókn S-Þing.

Páll elst upp hjá foreldrum sínum sem m.a. búa á Hraunhöfða í í Öxnadal 1822-1832. Árið 1829 hverfur Þorkell eldri bróðir Páls þá 17 ára gamall þar sem hann átti að sitja yfir kvíám Sigurðar Sigurðsonar sem þá bjó í Þverbrekku. Faðir hans Páll Eiríksson lét gera mikla leit en án árangurs. Síðar flutti Páll Eiríksson með sitt fólk austur á land.

Páll Pálsson er í vinnumensku austur á héraði á unglingsárum og fram yfir tvítugt. Árið 1842 á hann barn með Þorbjörgu Þorsteinsdóttur (Jóhanna Pálína Pálsdóttir 1842-1904) Árið 1845 er honum kennt barn sem hann synjar fyrir að eiga. Þá er hann í Papey.

Árið 1848 flytur hann í Vopnafjörð. Tekur hann nú m.a. að vinna fyrir sér sem bókbindari og er hann yfirleitt titlaður Páll Pálsson bókbindari í þeim heimildum sem ég hef um hann. Sama ár og hann kemur í Vopnafjörð á hann barn með Kristínu Pálsdóttur (Matthildur Pálsdóttir 1848-...?...)

Árið 1852 giftist hann svo Önnu Sæmundsdóttur en þá er hann sagður bókbindari í Viðvík í Skeggjastaðasókn. Hann missir konu sína sama ár frá barni (Stefán Pálsson (1852-....?...). 1857 giftist hann svo Helgu Friðfinnsdóttur langalangömmu minni eins fram hefur komið.

Árið 1861 er svo örlaga ár í lífi þeirra Páls og Helgu en þá eignast þau sitt þriðja barn (Pál Pálsson 1861-1937). Sama ár lést elsta barn þeirra. (Hólmfríður). Þetta er árið sem sagan segir að Páll hafi "bágra kringumstæða vegna látið konu sína á annan bæ og börnin." Trúlega hefur Helga verið á Gunnarsstöðum þar sem foreldar hennar voru.

Helga kom aftur að Kverkártungu til Páls en svo fer að lokum að hún fer þaðan aftur alfarin og er "Tungubresti" kennt þar um. Páll er í Kverkártungu til 1863 en hættir þá búskap. Draumur þeirra um sjálfstæðan búskap er þá úti og er Páll í vistun og húsmennsku í Skeggjastaðasókn og í Vopnafirði næsta áratuginn. Páli er lýst sem atgerfis- og gáfumanni. Hann lést árið 1873 55 ára gamall. Hann var þá í Vopnafirði og er jarðaður þar.

Þegar Páll deir eru þau Helga skilin og "voru um það að vera lögskilin". Þrátt fyrir það fæðir Helga yngsta barn þeirra 12 dögum eftir lát Páls. Hann var skírður Páll Eiríkur og var langafi minn.

Helga var í vinnumensku víða á þessum slóðum mest alla sína æfi. Hún er m.a. á Bakka í Skeggjastaðasókn 1870. Þegar Páll Eríkur fæðist 1873 er hún í Miðfjarðarnesi í Skeggastaðasókn Þremur árum seinna á hún barn (Helga Kristjánsdóttir 1876-1932) með Kristjáni Sigfússyni sem var bóndi í Miðfjarðarnesi.

Árið 1880 eru þau bæði, Helga og Kristján, í Kverkártungu. Kristján er þar í húsmennnsku en Helga er  með Pál Eirík með sér 7 ára gamlan en Helga yngri 4 ára er sem tökubarn að Ytri-Brekkum í Sauðanessókn. N-Þing.

Árið 1884 þegar Helga er 45 ára á hún seinna barn sitt (Stefán Ólafur Kristjánsson 1884-...?...) með Kristjáni Sigfússyni. Ekki veit ég hvar þau voru þá en 1890 koma þau bæði sem vinnufólk að Viðvík í Skeggastaðasókn. Nefnt er að Pálll Eiríkur hafi einnig komið að Viðvík árið 1891 þá 18 ára frá Ytri-Brekkum þar sem Helga yngri hálfsystir hans var tökubarn. Stefán Ólafur þá 6 ára er í Viðvík með foreldrum sínum.

Langafi minn Páll Eiríkur hefur búskap í Krossavík í Þistilfirði um aldarmótin. Árið 1901 er Helga móðir hans og Stefán Ólafur hálfbróðir hans (þá 16 ára) þar. Ekki veit ég örlög Kristjáns. Búskapur Páls Eiríks í Krossavík var ekki langur en hann fer þaðan 1905. 

Helga Friðfinnsdóttir lifir til sjötugs. Þegar hún lést árið 1909 er hún sögð hreppsómagi í Miðfjarðarnesi






Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130666
Samtals gestir: 23866
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:24:15
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar