Í Flóanum

24.06.2015 23:14

Parkinsonveiki

Það veit svo sem enginn fyrirfram hvað hendir mann á lífsleiðinni og enginn veit sína æfi fyrr en öll er. Ég er nú þeirra skoðunnar að lífshamingja sé fyrst og fremst undir manni sjálfum komin og hvernig manni tekst að spila úr þeim aðstæðum sem forsjónin úthlutar manni. Það skiptast gjarnan á skin og skúrir sem er hin eðlilegasti hlutur. Heilt yfir hef ég talið mig gjæfumann í þessu lífi og tel mig enn.

Í vetur varð nokkur kúgvendin í mínu lífi en þá var ég greindur með parkinsonveiki. Ég hafði nokkrum misserum áður rætt það við minn heimilislækni að það væri ýmislegt sem mér finndist plaga mig líkamlega og ég ætti erfiðara en áður með ýmis verk og athafnir. 

Ég hafði sjálfur ekki miklar áhyggur ef þessu og vissi sem var að ég er farinn að eldast. Var samt að vona læknirinn gæti bent mér á einhver vitamín eða bætiefni sem myndu gagnast mér þannig að ég gæti áfram látið sem ég  væri ungur og hraustur.

Læknirinn skoðaði mig hátt og lágt og sendi mig í nokkrar rannsóknir sem hæfir körlum á mínum aldri. Ekkert bitastætt kom út úr því annað en ég virtist við hestaheilsu. Þrátt fyrir það fannst mér ég enn versna. Í fyrstu fannst mér ég fyrst og fremst vera klaufsur og stirður við einföldustu verk. Síðan fór líka að bera á skjálfta og verkjum. 

Heimilislækninum mínum þótti einboðið að ég þyrfti að komast að hjá heila- og taugasérfræðingi. Mér fannst það ekki vitlaus hugmynd en hafði samt engar áhyggur af þessu. Ég var í raun sannfærður um að ég þyrfti bara að fara vel með mig og ég yrði jafn góður aftur.

Ekki er einfalt að komast að hjá sérfræðingi á þessu sviði hér á landi í dag. Læknirinn hafði áhyggur af því að það væri nánast ómögulegt. Nokkum mánuðum eftir að ég var að ræða þetta við hann eða í byrjun okt.s.l. er hringt í mig og mér boðinn tími hjá heila- og taugasérfræðingi í byrjun ferbr. 

Þar sem það var nú æði langt þangað til datt mér fyrst í hug að afþakka þennan tíma. Ég hafði enn tröllatrú á að ég hlyti nú að vera orðinn góður á öllum þessum tíma. En svo hugsaði ég með mér að fyrst læknirinn minn hefði lagt það á sig að útvega þennan sérfræðing fyrir mig þá væri nú dónaskapur að þiggja það ekki. Það væri líka bara ágætt að reyna að útiloka það að þetta væri eitthvað alvarlegt sem væri að hrjá mig.

Ég mætti svo í viðtal til sérfræðingsins  á tilsettum tíma. Eftir tæplega hálftíma viðtal þar sem ég lýsti heilsu minni og hún ( sérfr,) spurði eftir hinum ýmsu einkennum, virtist hún vera komin að niðurstöðu. Það væri líkegast að ég væri með parkinsonveiki.

Þó  ég væri á þessum tíma orðinn nánast óvinnufær vegna verkja var ég ekki alveg kaupa það svona einn, tveir og þrír. Ég var ekki tilbúinn að fara að éta parkinsonlyf fyrr en þá, búið væri að ganga úr skugga um það fyrir víst að ég væri með parkinsonveiki. Sérfræðingurinn sendi beiðni um rannsóknir sem ég átti að fara í og við ákváðum að sjá hvað kæmi út úr því.

Fljótlega eftir þetta viðtal rann svo upp fyrir mér ljós. Ég var ekki að fá parkinsonveiki núna eða í fyrra. Og heldur ekki í hittifyrra. Þegar ég fór að velta fyrir mér þeim einkennum sem sérfræðingurinn spurði eftir og tímasetja ýmsa hvilla og vandræði sem ég hef átt í undanfarin ár rann það upp fyrir mér að þetta er búið að þróast í a.m.k. 6 til 8 ár. 

Það var ekki annað í stöðunni en að viðurkenna um parkinsonveiki væri að ræða og takst á við það. 

Þær rannsónir sem ég hef síðan farið í hafa fyrst og fremst verið til að útiloka að um eitthvað annað sé að ræða líka. Enn sem komið er ekkert sem bendir til þess fyrir utan slit/áverka á hrygg sem vitað var um.

Maður þarf að læra að lifa með parkinsonveiki eins og öðrum ólæknandi súkdómum. Þetta er ekki eitthvað sem maður ræðst gegn og hefur annað hvort betur eða ekki. Ég neita því ekki að mér finnst það stundum flókið. En þetta þurfa margir að fást víð og margir við erfiðari aðstæður en ég í þessu tilfelli.

Ég hef alla mína starfsæfi verið bóndi og þó í dag telji ég bændur varla vera í erfiðisvinnu, miðað við hvað áður var, þá er nauðsynlegt að hafa skrokkinn með sér. Það hefur veitt mér lífsfyllingu að taka til hendinni á mínu búi og gleðjast yfir góðu dagsverki. Sérstaklega á vorin þegar verkefnin eru óteljandi og afkoma ársins er öll undir.

Nú þarf ég að líta á málin allt öðrum augum. Það gengur ekki að berja höfðinu við steininn og rembast við að reyna að gera hluti sem maður ræður ekki við. Og lifa svo við viðvarandi verki og óþægindi. Þegar maður á orðið í vandræðum með að halda lambi til að marka það, áttar maður sig á því að maður er í raun ekki til þess að eiga við nokkra skepnu.

Nú er það svo, hér á bæ, sem betur fer, að búskapurinn stendur ekki og fellur með mér. Hér er mikill mannskapur sem hefur fullann áhuga á að halda honum áfram. Hér er unnið áfram í því að nýta það svigrúm sem nú er og auka framleiðsluna. 

Við höfum ákveðið við þessar aðstæður að sameina allan rekstur á bænum í eitt einkahlutafélag. Verkstæðið sem Kristinn hefur rekið og vélaútgerðin hjá Sigmari, ásamt búskapum er nú rekið undir einni kennitölu. Þau sjá orðið að mestu um þetta Sigmar, Kristinn og Kolbrún.



 




Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 131075
Samtals gestir: 23970
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 18:37:27
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar