Í Flóanum

25.12.2015 22:22

Gleðileg jól

Ég óska öllum gleðilegra jóla. Það er vonandi að fólk njóti hátíðarinnar í samræmi við væntingar sínar. Barnabörnin mín öll hafa beðið þess með óþreyju síðustu vikur að jólin fari að koma og nú loks hefur ræst úr því.

Eins og svo oft áður hafa síðustu vikur fyrir jól verið annasamar. Yngsta sonardóttir mín, hún Rakel Ýr í Jaðarkoti,  þurfti um miðjan desember að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga og var móðir hennar þá þar með henni. Það var vitaskuld nú heldur til þess að auka álag á heimilinu þessar síðustu vikur fyrir jól.

Ég gerði það tvo morgna að fara niðureftir í Jaðrakot og vera hjá börnunum þar á meðan pabbi þeirra var í morgunmjöltun því mamma þeirra var fyrir sunnan með Rakel litlu. Ég kom þangað um hálf sex og börnin í fasta svefni. Ég lagði mig bara í stofusófan og var þar þangað til búið var að mjólka. Ég var svo farin aftur áður en börnin vöknuðu

Það sem ég vissi ekki þá, en kom í ljós seinna um morguninn þegar Hrafnkell Hilmar 5 ára sonarsonur minn sagði systkinum sínum frá, var að hann hafði vaknað á meðan ég lá þarna í sófanum. Ég hef sennilega sofnað. Kvöldið áður hafði Hrafnkell farið að dæmi eldri systkina sinna og sett skóinn  sinn út í glugga. 

Hann mundi það frá síðustu jólum að það gat verið vænlegt til árangurs. Það var nefnilega von á fyrsta jólasveininum um nóttina. Nú vaknar hann þarna í morgunsárið. Hann er nú víst nokkuð vanur því að vakna snemma og fara á fætur á undan öðrum á heimilinu. 

Nú var hann ekki alveg viss hvað klukkan var orðin. Það var smá beygur í honum því hann mundi að von gat verið á honum Stekkjastaur um nóttina. Hann læddist því varlega fram án þess að kveikja ljósið og skymaði í allar áttir í myrkrinu. 

Þegar hann kom fram í stofu sá hann að etthvað var í sófanum. Hann áttaði sig strax á því að það gat ekki verið jólasveininn. Í fyrsta lagi gat það ekki staðist að jólasveininn lægi upp í sófa á þessum anna tíma. Í öðru lagi sá hann það, þó skuggsýnt væri, að þessi vera í sófanum var ekki í rauðum fötum. 

Hann lagði því saman tvo og tvo og komst að þeirri skynsamlegu ályktun að þetta hlyti að vera hreindýrið sem var þarna í sófanum. Einhvers staðar varð það að vera á meðan jólasveinninn var að setja í alla skóna á bænum. Það var líka einboðið að hreindýrið varð að nota hverja stund sem gafst til þess að hvíla sig og því rökrétt að fleyja sér í sófan þegar færi gafst.

Hrafnkell vildi nú alls ekki verða fyrir því óláni að vera valdur þess að hreindýr jólasveinsins myndi fælast. Hann læddist því varlega til baka inn í rúmið sitt og lagðist þar. Hann var pínu ánægður með sig að hafa upplýst leyndarmálið um jólasveininn. Hann sofnaði fljótlega aftur vongóður að það biði hans eitthvað í skónum þegar hann myndi vakna aftur.

Og það klikkaði ekki. emoticon





Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130594
Samtals gestir: 23846
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 04:50:48
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar