Í Flóanum

Færslur: 2013 September

30.09.2013 23:37

Mygla

Með velferð og heilsu barna að leiðarljósi var sú ákvörðun tekin að loka húsnæði leikskólans Krakkaborgar hér í sveit og finna honum annan stað á meðan endurbótum á húsnæðinu stendur. Þessi ákvörðun var tekin þegar niðurstöður úr rannsóknum lágu fyrir.  Þær staðfestu að mygla var víða í húsnæðinu.

Það er meiriháttar mál flytja heilan leikskóla í snatri. Starfsfólk leikskólans hefur unnið þrekvirki í þessum aðstæðum. Til bráðabirgða, til þess að forða því að þurfa að loka skólanum allveg hefur verið tekið á móti leikskólabörnunum í félagsheimilinu Félagslundi undanfarna daga. 

Það er ljóst að það húsnæði hentar ekki og nú er unnið að því að finna "varanlega bráðbirgðalausn" þar sem hægt verður að reka leikskólann á meðan á endurbótum og stækkun á húsnæði skólans í Þingborg stendur yfir. Sú vinna mun vænanlega taka a.m.k. ár.


20.09.2013 21:34

Svanasöngur.....

Í búskap getur ýmislegt komið upp á og verkefnin eru mörg sem þarf að glíma við. Ekki er alltaf á vísan að róa með ágóðan og allavega betra að ráðstafa honum ekki fyrirfram.

Við þekkjum þetta vel í kornræktinni. Þetta sumar verður varla minnst sem gott kornræktarsumar hér í Flóanum. Akrarnir fóru þó ágætlega af stað í vor þannig að maður leyfði sér að vera nokkuð bjrtsýnn í upphafi sumars. Nú voru það allavega ekki þurrkar sem stóðu bygginu fyrir þrifum eins og nokkur undanfarin ár.

En það er ekki nóg að rigni. Við þurfum líka sól og hita til þess allt fari nú á besta veg.en á  það hefur stórlega skort þetta sumarið. Spretta hefur því verið hæg og byggið þroskast seint. Samt sem áður getur orðið um einhverja uppskera að ræða nú ef færi gefst til þerska fyrir vætu næstu daga.

En þá tekur við önnur ógæfan. Sá alfriðaði fugl, Álftin, mætir hér á hverju ári í stórum flokkum um miðjan september. Ef ekki er búið að þreskja byggið  þá er hún fljót að hesthúsa og troða niður nokkra hektara.





Þessa dagana stendur yfir  hér á bæ stanslaus barátta við að reka álftina úr ökrunum. Notaðar eru allar þær aðferðir sem kunna að geta orðið að gagni. Þrátt fyrir það er tjón orðið talsvert. emoticon

15.09.2013 21:47

Með barnadætrum mínum á útreiðum

Það hefur ekki alltaf viðrað vel til útreiða á þessu rigningasumri. Við látum það nú ekki alltaf stoppa okkur. Stundum er það bara spurning um góðan regngalla og kannski aðeins styttri útreiðatúra en annars hefði orðið.



Við Aldís Tanja í Jaðarkoti vorum búin að ákveða snemma í sumar að fara saman í ungmennfélagsreiðtúrinn. Þegar kom svo að þeim degi 1. sept. s.l. rigndi hér í Flóanum sem aldrei fyrr. 

Við létum það ekki stoppa okkur frekar en aðrir Flóamenn. Þátttakendur voru 20 velbúnir knapar á öllum aldri með 38 hross. Það er nú reyndar skemmtilegra að ríða út í góðu veðri og við Aldís eigum ábyggiulega eftir að gera það líka saman seinna.

Núna á föstudaginn var riðum við Kolbrún Katla í Lyngholti saman héðan úr Flóanum upp í réttir. (Reykjaréttir á Skeiðum). Reyndar fórum við lengra því við riðum upp á Sandlækjarholt þar sem við mættum vesturleitarsafninu og fylgdum því svo niður í réttir. . 

Þar hitti Kolbrún m.a. pabba sinn (hann Jón í Lyngholti) sem var að koma af fjalli. Jón fór  í norðurleit. Hann lagði af stað á sunnudagsmorguninn fyrir rúmri viku síðan og var því búinn að vera 6 daga á fjalli.

.


10.09.2013 21:06

Brúðkaup

Þau Sigmar  og Sandra í Jaðarkoti gengu í heilagt hjónaband s.l. laugardag. Þessi dagsetning var fyrir löngu ákveðin hjá þeim m.a. vegna þess að þau höfðu húmor fyrir því að um var að ræða 7. dag september 2013 ( 7. 9. 13 ).


Moskinn var dubbaður upp í tilefni dagsins. Fékk m.a. ný númer við hæfi.

Að lokinni athöfn í Villingaholtkirkju, sem var þéttsetin á meðan, var boðið til veislu í veislusalnum í Vatnsholti hér í Flóanum. Á annað hundrað manns mætti og fagnaði þessum tímamótum með þeim brúðhjónum. 

Þau buðu upp á glæsilega matarveislu þar sem allur pakkinn var tekinn með fordrykk, forrétti. aðalrétti og eftirrétti. Á meðan á veislunnni stóð stigu nokkrir gestana á stokk og héldu ræður, Systur Sigmar þær Hallfríður og Erla sungu frumsamdan brag til brúðhjónanna. Allt þetta fór fram við góðar undirtektir annarra gesta og brúðhjónanna.





Að lokum spilaði svo hljómsveit fyrir dansi fram eftir nóttu og skemmtu menn sér vel fram undir morgun. 

Gestir voru víða af landinu og nýttu margir sér það að gista í Vatnsholti. Ég var ekki var við annað en fólki hafi líkað vel þessi heimsókn í Flóann og allir hafi haft gaman af. emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130649
Samtals gestir: 23863
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:16:07
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar