Í Flóanum

Færslur: 2015 Mars

28.03.2015 22:16

Strandaglópur í NewYork

Það fór nú þannig, að með tiltölulegum litlum fyrirvara, ákváðum við Kolbrún að taka okkur gott vetrarfrí. Skrokkurinn á mér og tíðarfarið lögðust á eitt að sannfæra okkur um að tímbært væri að eyða nokkrum vikum í sól og hita áður en vorið kemur í Flóann. Stefnan var sett á Fort Myers í Flórída.

Það er talsvert ferðalag að komst þangað en með góðri aðstoð reyndari ferðalangra tókst að finna og bóka flug alla leið á einum degi. Fljúga átti með Icelandair frá Keflavík til New York og þaðan áfram að kvöldi sama dags með bandríska flugfélaginum JetBlue beint til Fort Myers. Þetta var gott plan. emoticon

Flugið til NY gekk vel. Að vísu var vélin rétt lent þegar allt var gefið í botn aftur og flugvélin rifinn upp aftur. Okkur var sagt að eitthvað óvænt hafi verið á flugbrautinni og því orðið að hætta við lendingu á síðustu stundu. Vélin hóf aftur aðflug og lenti skömmu síðar. Þetta tafði okkur ekki meira en tæpan hálftíma. Þar sem við þurftum að ná flugi aftur varð maður aðeins órólegur en þetta átti nú alveg að geta gengið upp.

Þar sem við vorum að koma inn í Bandaríkinn var ekki hægt að bóka farangur alla leið. Nú fórum við í gegnum vegabréfaskoðun. Að því loknu urðum við að finna töskurnar okkar og fara í gegnum tollskoðun áður en við gátum innritað okkur og farangurinn í flug til Flórída.

Við biðum talsvert eftir töskunum og ekki laust við að maður óttaðist að lenda aftarlega í biðröð í tollskoðun. Þar sem við stóðum við færibandið og reyndum að koma auga á töskurnar okkar heyrðum við að nöfin okkar ásamt fleiri nöfnum eru kölluð upp í flugstöðinni. 

Þá er þar komin kona að fullvissa sig um að þeir sem komu með vélinni og þurftu að ná tengiflugi hefðu skilað sér. Hún leiðbeindi okkur framhjá biðröð við tollskoðunina og hvar við gætum innritað farangurinn aftur í flug og hvert við ættum svo að fara til að komast  í vél frá JetBlue til Flórída.

JFK flugvöllurinn í New York er risa stór. Allavega í augum Flóamannsins sem ekki hefur mikla ferðareynslu á heimsvísu. Flugstöðin sem við komum í er bara ein af mörgum við flugvöllinn. Nú þurfti að taka lest til næstu flugstöðvar til að komast um borð hjá JetBlue. Það gekk nú bara ágætlega hjá okkur. Það hjálpaði mjög hvað Kolbrún er fær í að tjá sig á ensku og gat spurt óhikað til vegar. 

Það gekk hingsvegar ekkert fyrir mig að tala við innfædda á góðri íslensku. Þeir eru mjög slakir í henni. emoticon

Þegar við vorum kominn á réttan stað (terminal 5) var farið í hefðbundna biðröð við vopnaleit og þegar því var lokið varð að komast að því við hvað hlið flugvélin færi. Þangað vorum við komin í tæka tíð miðað við þann flugtíma sem gefinn var upp.  En.....þá kemur í ljós að búið er að fella þetta flug niður. emoticon

Það var vetrarstormur með snjókomu og bil víða í Bandaríkunum sem setti allt innanlandsflug hjá JetBlue úr skorðun þennan dag. Í NY var skíta kuldi og snjór og slabb yfir öllu. 

Við tókum okkur strax stöðu við næsta afgreiðsluborð. Þar myndaðist á örstundu löng biðröð því greinilega höfðu fleiri ætlað með þessu flugi en við. Við vorum sem betur fer frekar framalega í röðinni. 

Næst á undan okkur var íslensk kona sem hafði komið með sömu vél og við frá Íslandi og ætlaði einnig til Fort Myers. Hún var veraldarvön og hafði ferðast um heim allan og reyndist okkur hin mesta hjálparhella að komast af í flugstöðvarbrjálæði stórborgarinnar. Þegar röðin kom að henni var henni boðið sæti í flugvél sem færi kl 1 daginn eftir til Fort Myers. 

Þegar röðin kom svo að okkur strax á eftir var ekkert laust sæti lengur til fyrr en eftir 3 daga. Það fannst okkur ill ásættanlegt og fengum svokallaðan hoppmiða í næsta flug sem áætlað var að færi í loftið kl 6 morgunin eftir. Það var búið að full bóka  í það flug en ef einhver forfallaðist áttum við að hafa forgang í þau sæti.

Okkur var samt gert að fara út af brottfararsvæði flugstöðvarinnar og sækja farangurinn okkar. Við gætum svo innritað okkur aftur þremur tímum fyrir brottför. Klukkan var nú farin að ganga 11 um kvöld að staðartíma. Vegna tímamunar voru nú komnir einir 22 klukkutímar frá því fórum á fætur og ekki laust við að við færum að verða þreytt.

Vinkona okkar sem fékk flugsætið daginn eftir fór nú í að finna sér hótelherbergi. Við hingvegar ætluðum ekki að missa af þeim möguleika að komast áfram í fyrramálið og hreiðruðum um okkur á stólum með farangurinn okkar fyrir framan innritunarborðin í flugstöðunni. 

Það kom svo reyndar í ljós að hvergi var hægt að fá hótelherbergi í NY þessa nótt svo vinkona okkar kom aftur og svaf á gólfi flugstöðvarinnar það sem eftir var nætur. emoticon

Á öðrum tímanum um nóttina verðum við vör við að það er farið að myndast biðraðir við innritunnarborðin. Okkur fannst því ráðlegast að taka okkur þar stöðu með farangurinn. Í þessari biðröð stóðum við svo í hátt í þrjá klukkutíma. Það vantaði ekki starfsfólk á svæðið. Allan tíman var verið að reyna að afgreiða fólk. 

Það virtist samt vera að illa gengi að uppfylla þarfir fólks. Biðröðin var sennilega full af strandaglópum eins og okkur. Ferðaáætlanir höfðu raskast hjá mörgum vegna veðursins. JetBlue var ekki að höndla það að greiða götur fólks vegna þessa.

Þegar röðin kom loks að okkur gekk vel að innrita farangurinn þar sem við vorum með þennan "hoppmiða" á flug kl 6. Nú var farið aftur í gegnum vopnaleitina og því næst að finna um hvaða hlið maður færi um borð. En.......þá kom í ljós að  það var einnig búið að fella þetta flug niður og reyndar einnig næsta flug til Fort Myers sem átti að fara í loftið kl 9:00.

Enn á ný tekur Kolbrún sér stöðu við afgreiðsluborð. Nú reyndar höðum við tekið eftir að á upplýsingatöflum í flugstöðinni er búið að bæta við flugum til Fort Myers bæði kl 15:00 og 17:00. þennan dag. Við gerðum okkur því vonir um að nú hlytum við að fá fast sæti með annað hvorri þessara véla.

En svo fór nú reyndar ekki svo. Öll þessi flugsæti voru seld og höfðu selst upp á augabragði um leið og þau voru sett á netið. Ég gruna JetBlue um að hafa haft meiri áhuga á að selja þessi flugsæti til annarra viðskipavina heldur en að greiða götu þeirra sem þegar höðu borgar flug til Flórída. emoticon

Það eina sem við gátum fengið var "hoppmiði" með næsta flugi sam átti að vera kl 1:00. Það' var reyndar flugið sem vinkona okkar frá því kvöldinu áður hafði fengið far með. Við hittum hana nú aftur þar sem hún kom furðu hress eftir nætursvefn á gólfi flugstöðvarinnar. Hún var með miða upp á fast sæti í vélinni svo hún komst óhikað um borð. 

Við hinsvegar biðum milli vonar og  ótta um að einhvar myndi nú forfallst eða sofa yfir sig og missa af vélini, svo við kæmust með. Þegar vélinn er svo að verða full verðum við vör við það að það er þarna hópur fólks í sömu stöðu og við. 

Þó það stæði stórum stöfum á okkar miða að við ættum að hafa forgang á að komast með ef pláss væri stóð einnig það sama á miðum þessa fólks. Þegar allir sem höfðu miða með sætisnúmerum voru komnir um borð var farið að pikka úr þessum hópi í vélina. Það voru einir átta eða tíu úr þessum hóp sem voru kallaðir um borð en við ásamt nokkrum fleirum voru skilinn eftir.  

Enn á ný er okkur boðið "hoppmiði" á næsta flug kl 15:00. Við förum nú að velta fyrir okkur hvort hægt sé að komst á leiðarenda eftir öðrum leiðum. Við fórum að kanna hvaða flugvellir væru næstir Fort Myers og íhuga hvort hægt væri að fá flug þangað og keyra svo til Fort Myers. 

Ákveðum samt að reyna einu sinnni enn og gefum okkur fram strax og starfsmaður mætir við landganginn til að undirbúa að hleypa inn í vélina sem átti að fara í loftið kl 15:00. Hún aftekur það með öllu að það verði pláss fyrir okkur í þessu flugi. Það sé allveg tilgangslaust að bíða eftir því. emoticon

Nú förum við enn á ný að velta fyrir okkur hvað til bragst ætti nú að taka. Kolbrún hittir þá starfsstúlku þarna í flugstöðunni sem áður hafði reynt að finna flug fyrir okkur. "Eruð þið enn hérna" varð henni að orði þegar hún sá okkur væflast þarna um. Hún fer með Kolbrúnu og skömmu síðar kemur Kolbrún aftur sigri hrósandi til baka. 

Þessari ágætu konu tókst að finna flugsæti fyrir okkur til Fort Myers um kvöldið. Það var reyndar frá Boston en ekki JFK í New York. En við gátum fengið flug til Boston nú kl 17:00 og ættum því að ná vélinni þaðan til Fort Myers. Okkur létti nú mjög og gengum kát inn í vélina á settum tíma sem átti að flytja okkur til Boston. Ég get ekki sagt að ég saknaði þess nú að yfirgefa "terminal5" á JFK flugvellinum í NY.

Eitthvað gekk treglega að komast í loftið. Flugstjórinn upplýsti okkur um að smávægleg vélarbilun væri um að ræða og það væri nú verið að ljúka við viðgerð. Svo leið hálftími og ekki fór vélinn í loftið. Aftur var okkur tilkynnt um að það yrði einhverjar mínutur enn í töf og okkur þökkuð þolumæðin. 

Við fórum nú að efst um að við næðum vélinni til Fort Myers. Ég lagði nú til að við færum samt með vélinni til Boston, Ég gat varla hugsað mér að vera aðra nótt á JFK í NY. En þessi ferð endaði svo á því að okkur var tilkynnt að ekki tækist að gera við bilunina og flugið því fellt niður og við beðin að ganga aftur frá borði.

Og enn og aftur var Kolbrún kominn í röð við afgreiðsluborð að reyna að finna út hvað hægt væri að gera í stðunni. emoticon

Nú höfðu losnað tvö sæti til Fort Myers með vél sem fara átti kl 19:00 næsta dag. Við tókum þau og fórum svo út úr flugstöðinni og fórum í að finna okkur hótelherbergi í New York. Það gekk fljótt og vel. Þar sváfum við svo næstu 12 tímana enda nú nánst búnn að vaka samfleitt í 40 klst. emoticon

Mættum aftur í terminal5 á JFK flugvellinum í New York rétt fyrir hádegi daginn eftir og fórum eina ferðina enn í gegnum vopnaleitina. Við vissum að það átti að fljúga til Fort Myers bæði um kl 15:00 og kl.17:00. og ætluðum ekki að gefa það eftir ef sæti losnuðu. Í fyrra fluginu var eitt laust sæti. Þar sem við höðum nú gengið í gegnum þetta allt saman hingað til og áttum örugg sæti í flugvél um kvöldið slepptum við því.

Það var svo með flugvélinni sem fór í loftið um kl 17:00 sem við fengum loks sæti og vorum kominn til Fort Myers rúmum tveimur tímum síðar. Þar beið farangurinn okkar eftir okkur en hann hafði komið deginum áður. Við komum til Flórída tæpum 2 sólahringum síðar en upphafleg ferðaáætlun okkar gerði ráð fyrir.  emoticon

Við létum nú þessa lífsreynslu ekki spilla dvöl okkar í Flórida. Við framlengdum meira segja dvölinni þar um 3 daga til þess að vega upp þann tíma sem tapaðist í NY. Dvöldum þar í góðu yfirlæti í sumarveðri og sólskyni í tæpar 3 vikur. 

Ferðn heim gekk svo ljómandi vel þrátt fyrir viðkomu á JFK og að hafa flogið aftur með JetBlue. Ég get nú samt ekki sagt að mér langi til þess að millilenda oftar á JFK í NY. Ég get ekki heldur sagt að mig langi til þess að eiga í viðskipum við JetBlue meira. 

Hvað verður svo í framtíðinni kemur bara í ljós. Ég vona samt að við Kolbrún eigum eftir að ferðast meira saman. Það er alltaf skemmtilegt og uppbyggjandi að ferðast um og sjá eitthvað nýtt með góðum ferðafélaga. emoticon



  • 1
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126933
Samtals gestir: 22934
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 23:34:01
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar