Í Flóanum

Færslur: 2018 Mars

31.03.2018 12:06

Lífshlaup langömmu.

Langamma mín hét Kristín Jónsdóttir. Hún fæddist á Kotungsstöðum í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1869 þar sem foreldrar hennar voru í húsmensku. Faðir hennar var Jón Guðlaugsson ( 1834-1928) ættaður úr Fnjóskadal og Mývatnssveit. Móðir hennar var Helga Sigurðardóttir ( 1836-1908) úr Fnjóskadal.

Kristín langamma mín elst upp í Fnjóskadalnum en um 1890 er hún komin norður í Þistilfjörð.  Árið 1892 giftist hún Vigfúsi Hjartarsyni. Hann var fæddur í Geitareyjum á Breiðafirði 1863 en er kominn austur í Vopnafjörð 1890. Er vinnumaður þar og í Þistifirði næstu árin. Þau eru bæði á Svalbarði í Þistilfirði þegar þau giftast og þar fæðast fyrstu 3 börn þeirra árin 1893, 1894 og 1896. Árið 1899 eru þau komin á Þórshöfn.

Í apríl 1899 deyr Vigfús af slysförum. Hann sker sig illa á handlegg þannig að slagæð fer í sundur og honum blæðir út. Kristín er þá ófrísk af þeirra fjórða barni. Hún er í Hvammi í Þistilfirði þegar barnið fæðist 8 mánuðum eftir að Vigfús deyr.


Árið 1901 giftist Kristín svo langafa mínum Páli Eiríki Pálssyni. Af forfeðrum mínum. ()  Þau hefja búskap í Krossavík í Þistilfirði það ár og afi minn Aðalsteinn Jóhann Eiríksson (1901-1990) fæðist. Næstelsta barn Kristínar, Ragnheiður Regína (1894-1933) verður eftir í Hvammi sem fósturbarn og elst þar upp.

Í Krossavík eignast þau Kristín og Eiríkur sitt annað barn, stúlku,1903 en hún lést rétt mánaðar gömul. Aðra stúlku eignast þau 1904 en hún lést einnig rúmlega ársgömul, Þá eru þau reyndar farin frá Krossavík og kominn á Þórshöfn. Á Þórshöfn eignast þau svo 4 stráka, fædda 1905, 1908, 1910 og 1913 sem komust allir upp.

Árið sem yngsti sonur þeirra fæðist 1913 verða þeir atburðir i Hvammi í Þistilfirði, þar sem Ragnheiður dóttir Kristínar hefur alist upp, að hún hröklast frá bænum og fer til Þórshafanar. Frá þessu er sagt itarlega í Alþýðublaðinu í mars 1939. Frásögnin er birt í þremur tölublöðum sem framhaldsgrein og eru þær lýsingar hreint út sagt ótúlegar.

 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=63910&lang=da

Þarna virðist um að ræða einhverja stórkostlega reimleika sem virðast með einhverju móti tengjast Ragnheiði hálfsystir afa míns. Ragnheiður sem er 18 ára þarna fer til Þórshafnar. Bróðir hennar Guðlaugur Helgi kemur einnnig við sögu í þessari frásögn og er sagður til heimilis í Laxárdal en hann er 16 ára þegar þessir atburðir eiga sér stað.

Þetta sama ár 1913 byggja þau Kristján Þórarinsson frá Laxárdal og Ingiríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum nýbýlið Holt í Þistifirði. Þangað er afa mínum komið í fóstur þá á 12 ári. Yngsti bróðir hans sem er fæddur þetta örlagaríka ár 1913 er einnig komið í fóstur. Þannig að heimilisaðstæður Kristínar og Eiríks, langömmu og langafa míns, hafa sennilega verið nokkuð bágbornar þegar þarna er komið sögu.

Ég hef engar heimildir um hvað á daga þeirra hefur drifið síðar en Kristín lést  8 árum seinna þá 52 ára gömul. Eiríkur lést 1930 þá 57 ára gamall






  • 1
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131378
Samtals gestir: 24063
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:05:10
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar