Í Flóanum

Færslur: 2018 Október

20.10.2018 22:49

Að byggja upp eina jörð. (....eða tvær)

Afi minn (Þórarinn Auðunsson f.15 maí 1892 - d.24 júní 1957) afrekaði það á sinni lífsleið að byggja upp allan húsakost á tveimur jörðum um sína æfi. Fyrst þegar hann og amma mín (Elín G. Sveinsdóttir  f. 7 júlí 1898 - d.29 des 1993)  byrja sinn búskap saman árið 1921. Þá kaupa þau jörðina Fagurhlíð í Landbroti af eldri bróður afa. Afi er þá 29 ára gamall en amma 23 ára. 

Þau hefjast þegar handa við að endur nýja allan húsakost á jörðinni og byggja þar upp af miklum metnaði. Staðsetning og hönnun bygginganna taka m.a. mið af því að bæjarlæknum var veitt undir íbúðarhúsið og í kjallaranum var túrbína og rafstöð sem sá bænum fyrir rafmagni. Þetta er löngu áður en allment var farið að raflýsa sveitabæi á Íslandi og aðeins örfáir bæir þá sem höfðu rafstöð.

Eftir að hafa búið í Fagurhlíð í 18 ár taka þau svo þá ákvörðun að selja og flytja suður. Þessi ákvörðun var m.a. tekin vegna vanheilsu afa míns en hann var allt frá unglingsárum mjög magaveikur. Það hafði komið fyrir að hann var á sjúkrahúsi með blæðandi magasár vikum saman.

Einnig getur hafa spilað inn í að börn þeirra voru nú komin á unglingsár og áhugi var hjá þeim að komast til menntunnar. Upphaflega var hugmyndin að komast yfir einhvert jarðnæði á Laugarvatni og byggja þar. Afi er þar starfandi rafmagnseftirlitsmaður veturinn 1939-1940 en amma er fyrir austan . Ekki gengur það eftir að þau geti byggt yfir sig á Laugarvatni. Þau fara þá frá Fagurhlíð og flytja suður í Mosfellssveit þar sem þeim býðst jörðin Skeggjastaðir til leigu.

Í Mosfellssveit kemur upp sú umræða, á þessum árum, að stofna nokkur nýbýli á jarðeignum Thors Jenssonar þegar sveitarfélagð fær forkaupsrétt að þessu landi. Afi og amma sækja nú um ábúð á einu þessarra nýbýla og það er árið 1945 sem þau fá svo þetta land til ábúðar og stofna nýbýlið "Lágahlíð" Afi er þá orðinn 53 ára en amma 47 ára . Nú er tekið til við að byggja allt frá grunni. 

Faðir minn Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () hafði mikinn áhuga á að halda minningu afa míns á lofti og tók saman heimikla greinagerð um æfi og störf afa og ömmu. Þessa greinagerð er hægt að lesa hér á síðunni  Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar 

En hann pabbi gerði meira. Hann smíðaði líkan að allri húsaskipan á báðum þessum jörðum sem afi byggði upp. Þessi líkön voru að mestu smíðuð veturinn 2011-2012 og voru til sýnist á ættarmóti afkomenda afa og ömmu hér í Flóanum vorið 2012. Skemmtilegt ættarmót (). Þetta eru ótúlega vel gerð og nákvæm líkön þar sem öll hús eru í nákvæmlega réttum hlutföllum og allt innra skipulag, herbergjaskipan og innréttingar í útihúsum koma fram. 

Síðan þá hafa þau verið hér i geymslu. Nú hef ég komið upp aðstöðu hér á hesthúsloftinu til þess að geyma þau á aðgengilegum stað þannig að hægt er að skoða þau. Ef einhver hefur áhuga á því get ég sýnt fólki sem kemur hingað þau. Hér eru líka myndir ef þeim sem ég tók áðan.
















  • 1
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130686
Samtals gestir: 23870
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 19:49:43
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar