Í Flóanum

07.04.2010 07:44

Héraðsnefnd

Samstarf sveitarfélaga á suðurlandi er talsvert og af margvíslegum toga. Sveitarfélögin í Árnessýslu hafa með sér samstarfsvettvang í gegnum Héraðsnefnd Árnesýslu. Þar undir reka sveitarfélögin m.a. stofnanir á sviði menningamála eins og Byggðasafn Árnesinga, Listasafn Árnesinga. Héraðsskjalasafn Árnesinga. Tónlistaskóli Árnesinga og Almannavarnarnefnd Árnesinga eru líka stofnanir sem undir nefndina heyra.

Þetta samstarf er að skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávinningi. Það er mikilvægt í öllu samstarfi að aðilar séu virkir í samstarfinu og líti ekki svo á að hlutirnir komi þeim ekki við lengur. Héraðsnefndin er nokkuð virkur samstarfsvettvangur sem byggir í langri hefð og þar gilda fornar hefðir. Nefndin kemur saman tvisvar á ári þ.e. vor og haust. 

Undanfarna daga er verið að undirbúa vorfund nefndarinnar sem er á morgun og föstudaginn. Við sem störfum í fjárhagsnefnd Hérðasnefndar höfum verið að yfirfara ársreikinga nefndarinnar og allra stofnanna hennar. Ársreikningarnir verða síðan til afgreiðslu á vorfundinum. 

Héraðsnefndarfundurinn byrjar reyndar í Alviðru á morgun. Landvernd og Árnessýslu var gefin jörðin Alviðra árið 1973 ásamt þeim byggingum sem þar eru. Fulltrúar Landverndar ætla að taka á móti héraðsnefndinni þar í upphafi fundar og kynna sína  starfsemi þar og ræða við nefndarmenn um þessa sameiginlegu eign. Ég hef á síðasta ári verið fulltrúi sveitarfélaganna í Árnessýslu í stjórn Alviðrustofnunnar. Ég tel nauðsynlegt að auka samskipti þessarra aðila um framtíðar uppbyggingu og skipulag starfseminnar í Alviðru.
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131225
Samtals gestir: 24021
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 03:04:40
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar