Í Flóanum

26.04.2010 07:46

Ruslið

Eitt af þeim verkefnum sem mest hafa vaxið hjá sveitarfélögum á síðustu árum er sorphirða og sorpeyðing. Frá árinu 1995 hafa sunnlendingar getað losnað við allt sitt sorp á til þess að gera ódýran hátt í Kirkjuferjuhjáleigu þar sem það hefur verið urðað. En 1. desember s.l. var þessum sameiginlega urðunarstað sveitarfélaganna á Suðurlandi lokað samkvæmt samkomulagi við Sveitarfélagið Ölfus frá árinu 2004. Síðan þá hefur ruslinu verið ekið til Reykjavíkur þar sem það hefur síðan verið urðað í Álfsnesi.  Kosnaður hefur stórlega aukist bæði vegna lengri flutninga og mikið hærri kosnaðar við urðunina.


Þessi staða sem nú er komin upp hefur verið fyrirsjáanleg í tæp 6 ár og því nokkur aðlögunartími fyrir sveitarfélögin að bregðast við. Sveitastjórn Flóahrepps fór snemma á þessu kjörtímabili að velta fyrir sér hvernig best væri að sporna við þessum kostnaðarauka og vaxandi umhverfisskaða sem sífeld aukning á sorpi vissulega er.
 

Niðurstaðan varð sú að taka hér upp í samvinnu við Íslenska Gámafélagið þriggja tunnu sorpflokkunarkerfi. Kerfið sem byggir á þátttöku íbúa svæðisins hefur gengið mjög vel og sá árangur sem að var stefnt hefur náðst.  Ávinningur er margvíslegur og má t.d. nefna:

  • Sorp sem þarf að urða hefur minnkað um meira en helming í sveitarfélaginu.
  • Það sorp sem er urðað er ekki bara minna að magni heldur líka minna umhverfisspillandi.
  • Nýtanleg efni og verðmæti sem áður voru urðuð eru endurnýtt.
  • Aukin nýting dregur úr sóun á allskonar efnum sem viðgengist hefur lengi.
  • Þátttaka íbúa í sorpflokkun eykur vitund þeirra í þessum málum.
  • Aukin vitund neytenda í úrgansmálum hefur áhrif á neyslu og gæti minkað framleiðslu á sorpi.

Ýmislegt fleira jákvætt væri hægt að nefna í þessu sambandi en ég er mjög stoltur af þessu frumkvæði sem íbúar Flóahrepps hafa tekið í þessum málum. emoticon

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131338
Samtals gestir: 24055
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:05:12
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar