Í Flóanum

28.05.2010 07:46

Vorið í Flóanum

Vorið er alltaf skemmtilegur tími. Þetta vor er ekki minna annasamt en öll önnur vor. Verkefnin eru áhugaverð og það gefur öllum kraft að fylgjast með bæði gróðri og dýralífi lifna við allt í kringum sig að loknum vetri. Bæði börn og fullorðnir fyllast bjartsýni og verkgleði.




Sauðburður hér á bæ gekk mjög vel og mikið til orðið af lömdum. Alls komu hér 11 þrílembur og 4 einlemdur af  35 ám. Hinar eru allar með tveimur lömbum og ein er óborin enn. Þeir frændur Hjalti Geir í Lyngholti og Arnór Leví í Jaðarkoti  buðu öllum börnunum sem eru með þeim á Strumpadeild í Leikskólanum í lambaskoðunaferð hingað. Því miður var ég ekki heima þegar leikskólinn kom hér en þetta var mjög skemmtileg heimsókn.




Systkinin í Jaðarkoti fylgjast vel með hænsnaræktinni hjá ömmu sinni, en hér komu 13 ungar úr eggjum nýlega.




Það kunna engir betur en kýrnar á vorin þegar þær fara í fyrsta skipti út að sletta úr klaufunum.






Þegar mikið er að gera og unnið er úti og leikið sér allan daginn er matarlystin líka góð. Stundum er hér æði fjölmennt lið og þétt setinn bekkurinn þegar borðað er saman að loknu dagsverki. 

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 130810
Samtals gestir: 23904
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:32:45
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar