Í Flóanum

10.06.2010 07:47

Rigning

Það er loksins farið að rigna. Þetta er kærkomin rigning en það sem af er þessu sumri og í allt vor hefur verið mjög þurrt í veðri. Það er orðin árviss viðburður að þurrkar séu hér til trafala og finnst mér eins og það séu ansi breyttir tímar.

 

Ég man mikið frekar eftir því í gegnum minn búskapar tíma að bleyta hafi hamlað vinnu í flögum og öðrum vorverkum. Að vísu man ég vel eftir köldum og þurrum dögum í maí hér áður fyrr. Þá var yfirleitt klaki í jörð og og lítið hægt að gera vegan þess. Síðan þegar hlýnaði þá fór hann að rigna og ringdi stundum svo vikum skipti. emoticon

 

Nú eru breyttir tímar. Endalaus blíða alla daga. Lítill sem enginn jarðklaki en sáralítil úrkoma. Skortur á úrkomu hefur ekki aðeins áhrif á gróður. Þurrkurinn hefur einnig haft áhrif á vatnsból bæði fyrir menn og skepnur. 

Nú er bara að vona að það komi fleiri rigningadagar næstu daga. Vafalaust verður maður samt farin að hvarta yfir rigningunni áður en langt um líður. Það er þannig með veðrið að seint verður hægt að gera mönnum til hæfis. emoticon

Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131095
Samtals gestir: 23976
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 02:42:20
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar