Í Flóanum

06.07.2010 07:39

Skólabygging

Vinnuhópur um framkvæmdir við stækkun Flóaskóla hittist í gærmorgun. Allt kapp er nú lagt á að hnýta alla lausa enda varðandi bygginguna svo hægt verði að taka hana í notkun þegar skóli hefst í ágúst n.k.

Þrátt fyrir nokkrar ófyrirséðar uppákomur í framkvæmdinni er allar horfur á að verkið ætli að ganga vel upp. Verið er að ganga frá pöntunum á húsgögnum og ýmsum tækjum s.s tölvum, skjávörpum og heimilstækjum í heimilsfæðistofuna. Einnig er verið að semja um og afla tilboða í síðustu verkþættina bæði varðandi bygginguna sjálfa og umhverfi  hennar.


Það markmið sveitarstjórnar að byggja glæsilegann, rúmgóðan, traustan og velbyggðan en ódýran skóla er að ganga mjög vel upp. Þær áætlanir sem gerðar voru í upphafi ætla að standast. Allir sem komið hafa að þessarri framkvæmd hafa lagt sig fram og það er að skila góðum árangri.


Það verður virkilaga gaman að taka þessa byggingu í notkun nú í haust.

 

Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126811
Samtals gestir: 22927
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:12:58
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar