Í Flóanum

15.07.2010 07:40

Fótbolti

Þótt ég hafi tekið virkan þátt í ýmsum störfum fyrir ungmenna-og íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina hef ég lítið lagt mig niður við það að horfa á íþróttaviðburði. Ég t.d. horfi aldrei á íþróttaþætti í sjónvarpi.


Ég hef áhuga á því að fylgast með hvernig íþróttafólk úr Flóanum er að standa sig og leita eftir því í þeim íþróttafréttum sem ég les. Minn íþróttaáhugi hefur aðalega gengið út á að ungt fólk hafi tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum sjálfum sér og samfélaginu til góða

Þrátt fyrir þetta hefur það ekki farið fram hjá mér að margir hafa töluverðan áhuga á að horfa á fótboltaleiki. Það var t.d. einhvert fótboltamót haldið nú sumar í S-Afríku sem hinir ólíklegusta aðilar fylgdust spenntir með í margar vikur. Ég þekkti engann sem þar keppti og veit ekki neitt um þetta mót meira. emoticon

Á mánudgakvöldið s.l. fór það nú samt svo að ég fór á knæpu eina hér á Suðurlandi gagngert til þess að fylgjast með fótbolta. Það var reyndar konan mín sem stakk upp á því að við færum að fylgjast með þessum leik. Ég man ekki eftir að hún hafi komið með síka uppástungi fyrr.

Leikurinn sem við fórum að horfa á var leikur í áttaliða úrslitum í Vísa bikarkeppni karla. Þar áttust við 2. deildar lið Víkings í Ólafsvík og úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í Garðabæ. Í liði Víkings í Ólafsvík er ungur maður frá Grundafirði sem við þekkum vel og allt hans fólk.

Fjölskylda hans var í hópferðalagi hér á Suðurlandi þegar leikurinn fór fram. Hópurinn  fylgst með beinni útsendingu af leikum á stóru tjaldi á "Kanslaranum" á Hellu. Þarna kom saman hátt í þrjátíu mans á öllum aldri, allt tengt þessum eina leikmanni úr Grundafirði.

Leikurinn var stór skemmtilegur og dramtískur með afbrigðum. Þrátt fyrir að Víkingur væri með tveggja marka forskot þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir ef venjulegum leiktíma tókst Stjörnunni að jafna. Að lokinni framlenginu höfðu bæði lið bætt við einu marki og var því enn jafnt.

Þá var farið í vítaspyrnukeppni og þegar komið var í bráðabana náði markmaður Víkings að verja. Nú var komið að okkar manni í liði Víkings og tryggði hann sínum mönnum sigur með öruggu marki.

Það var mikil stemming í hópnum þarna á Hellu allan tímann sem leikurinn stóð yfir. Þegar lokamarkið kom svo loksins brutust út gífurleg fagnaðarlæti. Ég hefði aldrei getað trúað því hvað maður getur orðið eftir sig eftir að horfa á einn fótboltaleik.

Ég vil þakka bæði Víkingum og Stjörnumönnum fyrir þessa skemmtun. Ég óska Ólafsvíkingum, eða Ólsurum eins og þeir eru alltaf kallaðir í mín eyru þegar ég kem á Snæfellsnesið, til hamingu með glæsilegan árangur. emoticon

Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 130211
Samtals gestir: 23788
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 11:03:30
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar