Í Flóanum

20.07.2010 07:28

Vatnsveitan og blíðan

Það er búið að vera hér allveg einmuna blíða undanfarna daga. Um helgina var sól og hiti alla dagana. Í svona sumarveðri fjölgar mikið í sveitinni. Öll sumarhús eru full af fólki, tjaldsvæðin eru full og eyðibýlin fyllast af fólki.


Vatnsveita Flóahrepps nær yfir allt sveitarfélagið og markmið hennar er að geta þjónustað alla notendur á svæðinu sem þess óska um neysluvatn. Það eru ekki mörg sveitarfélög í dreyfbýli sem reka vatnsveitu með þetta að markmiði. (ég veit ekki um neitt annað)


Það verður nú samt að segja eins og er að þetta hefur verið mjög strembið á síðustu árum vegna mikilla þurka á sumrin og stóraukinni vatnsnotkunn. Unnið hefur verið að varanlegri lausn á þessu og eru framkvæmdir hafnar í því sambandi.


Á heitum sumardögum þegar fólkið er flest í sveitinni eykst vatnsnotkunn svo um munar. Þá er vökvað sem aldrei fyrr, það er látið renna í öllum hestahólfum, bílar og hús eru þvegin,  fólk fer í sturtu jafnvel oft á dag og ýmislegt annað sem eykur álag á vatnsveituna.


Stundum eykst vatnsnotkunn svo að það vakna grumsemdir um að leki sé komin á veituna. Starfsmenn veitunnar fara þá þegar í stað á stúfana til þess að kanna það, því mikilvægt er að ekki fari vatn til spillist svo ekki verði hreinlega vatnslaust þegar mest álagið er. Það er heilmikið mál að kanna hvort leki sé á veituna en lagnalengdir skipta tugum kílómetra.


Á tólftatímanum á laugardagskvöldið s.l. var komið í ljós að vatnsnotkunn var það mikil að stefndi í vandræði.


Ég hafði varið kvöldinu í að fara ríðandi til þess að sækja eina tvílembu sem við áttum hér sunnan við veg. Í leiðinni skoðaði ég kornakurinn og rak kindur sem nágranni minn átti hér til sín heima.


Þegar því var lokið bárust fréttir af yfirvofandi vatsskorti og lagði ég því á aftur og reið með stofnlögninni sem liggur hér í gegnum landið hjá okkur og í gengum land Saurbæjar að mörkum Hamars til þess að fullvissa okkur um að ekki væri komið gat á leiðsluna.


Enginn leki var á þessarri leið. Það tókst að afstýra vatnsleysi með aukinni miðlun milli vatnslinda og meiri dælingu. Ég fékk hinsvegar góðan útreiðatúr út úr þessi í frábæru veðri. Það var ekki leiðinlegt 




Sólin á þessum tíma sest hér tvisvar á hverju kvöldi. Fyrst á bak við Ingólfsfjallið síðan kemur hún aftur fram við norðurenda fjallsins og sest þar rétt sunna við Botnsúlur héðan í frá séð. Hún fer nú samt ekki langt því roðinn á himninum nánast fylgir henni þar til hún kemur aftur upp.

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127031
Samtals gestir: 22945
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:44:27
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar