Í Flóanum

10.08.2010 07:10

Vestfirðir

Á fimmtudaginn í síðustu viku var öllu slegið upp í kæruleysi. Við hjónin ákváðum að taka nokkra daga í ferðalag um Vestfirði. Helstu nauðsynjum var hlaðið í LandRóverinn og síðan keyrt af stað.

Það er alltaf áhugavert að ferðast um Ísland. Við fórum víða um Vestfirði og fengum mjög gott veður. Hittum ekki marga sem við þekktum en stoppuðum þó hjá Júlíu og Nóa á Ísafirði. og áttum þar góða stund. Á Patreksfirði hitttum við einnig, fyrir tilviljun, skólabróðir okkar frá því við vorum á Hvanneyri fyrir rúmlega þrjátíu árum.


Að fara um Vestfirði er öðruvísi en að fara á milli bæja í Flóanum. Við keyrðum víða í afskekktar byggðir (og eyðibyggðir) eins og út á Snæfjallströnd, út á Ingjaldssand, í Selárdal, í Kollsvík, Breiðuvík og Látravík.

Veðrið og útsýnið var víða stórkostlegt.





Í Selárdal voru sérstæðar byggingar og listaverk Samúels Jónssonar skoðuð. Það var ekki fyrr en ég sá þessa mynd að ég áttaði mig á hvað ég er í raun stór. emoticon



Á sunnudagmorguninn þegar við vorum á Látrabjargi var örlítil þoka. Ekki þó meira en svo að maður fann vel fyrir smæð sinni á bjargbrúninni. emoticon




Allslags munir og gripir eru til sýnis á byggðasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn. Fyrir þá sem eru með söfnunaráráttu er tilvalið koma þar og skoða.




Ég verð að viðurkenna að mér var stundum starsýnt á túnin og þau ræktunarskilyrði sem vestfirskir bændur búa við. Um leið og ég dáist að þeirri þrautsegju og eljusemi sem túnrækt hlýtur að kalla á við þessar aðstæður þá sannfærðist ég betur um það hvað það er nú gott að búa í Flóanum.   



Þegar við komum heim á sunnudagskvöldið var verið að slá há á fullu og ekki seinna vænna en að koma sér að verki heima hjá sé aftur. emoticon 


Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126853
Samtals gestir: 22930
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 15:03:31
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar