Í Flóanum

24.08.2010 07:48

Haust

Það má segja að haustið hafi komið með norðan áttinni nú um helgina. Verkefnum sumarsins er líka að ljúka og haustverkin taka við.

Heyskap er nú að mestu lokið hér á bæ. Það sem ekki var beitt starx að loknum fyrri slætti hefur verið slegið aftur. Ekki er samt allveg útséð með að ekki verði slegið meira gras á þessu sumri. Spretta hefur verið mikil og alls ekki ljóst hvort allt þetta gras sem eftir er nýtist allt til beitar. Jafnvel gæti verið nauðsynlegt að slá eitthvað í þriðja sinn.

Sigmar er byrjaður í kornslættinum en fyrsti akurinn í Flóanum á þessu hausti var sleginn í gær. Fleiri akrar eru tilbúnir til þreskingar en undanfarna daga hefur verið beðið eftir sýru en megnið af korninu sem ræktað er hér í Flóanum er verkað í sýru.

Afréttamálafundur verður haldinn nú fimmtudaginn kemur. Á fundinum verður skipað í leitir og fyrirkomulag smölunnar á afréttinum verður til umræðu. Reykjaréttir verða 11 sept n.k.

Flóaskóli verður settur í vikunni. Nú er verið að leggja lokahönd á frágang inna dyra í nýbyggingu skólans. Nýbyggingin verður tekin í notkunn núna strax og skóli hefst á fimmtudaginn kemur. Er um gerbreytingu á allri aðstöðu í skólanum að ræða. Í vetur verður 9. bekkur í fyrsta sinn í Flóaskóla. Ákvörður hefur verið tekin um það að 10. bekkur bætist svo við næsta haust.
 
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga vinnur nú að undirbúningi ársþings sambandsins en það veður haldið nú um miðjan sept. Stefnt er að þvi að á þinginu verði undirritaður samningur 13 sveitarfélaga á Suðurlandi um samstarf um þjónustusvæði vegna málefna fatlaðra, en sveitarfélögi eru að taka við málaflokkum úr hendi ríkisins nú um næst áramót. 

   
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 126941
Samtals gestir: 22935
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:22:35
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar