Í Flóanum

21.09.2010 07:47

Dómur

Á föstudaginn var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli því sem Flóahreppur höfðaði til þess að fá fellda úr gildi ákvörðun umhverfisráðherra um að synja sveitarfélaginu um staðfestningu á aðalskipulagi í fyrrum Vllingaholtshreppi.  Dómurinn félls á kröfu Flóahrepps um að þessi synjun væri ólögleg og felldi ákvörðunina úr gildi.

Ég get ekki sagt að þessi dómur hafi komið mér á óvart því svo margt var hægt að setja út á þessa synjun,  bæði  hvað  varðar málsmeðferð og þau rök sem ráðherra hafði fyrir henni. Dómurinn er þó skýrari en ég gat búist við varðandi  það atriði sem helst hefur verið rætt um  en það er heimild sveitarfélagins til þess að krefjast endurgreiðslu á kostnaði  við skipulagsvinnuna.

Dómurinn tekur í raun líka á þeirri ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórarráðherra frá því í fyrra haust  þegar hann úrskurðaði að 6. grein  samkomulags Flóahrepps við Landsvikjun væri ólögmæt.  Sú grein fjallaði um það að Landsvirkun skyldi endurgreiða kostnað sem féll á sveitarfélagið vegan skipulagsvinnu við fyrirhugaða Urriðafossvikjun. Samkvæmt dómi Héraðsdóms nú virðist sá  úrskurður einnig  ólögmætur.

Ekki veit ég hvað tekur mæst við í þessu máli en það er í höndum umhverfisráðherra. Aðalskipulagið getur ekki tekið gildi fyrr en búið er að fá staðfestningu ráðherra.  Eftir er að sjá hvort þessum dómi verði áfríað til Hæðstaréttar. 

Nú styttist í það að það séu orðin tvö ár frá því að sveitarstjórn Flóahrepps afgreiddi aðalskipulagið. Það voru mikil vonbrigði þegar umhverfisráðherra blandaði sér í jafnt viðkvæmt mál sem lögum samkvæmt er í valdi sveitastjórnar með svona vafasömum hætti eins og hún gerði.

Vonandi er að þessi dómur Héraðsdóms marki þau tímamót að þessarri vitleysu fari nú að ljúka. Þá verður kannski hægt með einhverjum hætti að vinda ofan af því tjóni sem þessi málatilbúnaður allur gegn skipulagsvinnu sveitastjórnar Flóahrepps hefur valdið.

 

 

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131135
Samtals gestir: 23987
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 09:25:31
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar