Í Flóanum

09.10.2010 07:40

Yngsti bóndinn

Arnór Leví Sigmarsson sonarsonur minn varð þriggjs ára í gær.  Í dag er veisla í Jaðarkoti í tilefnin þess.

Arnór var ekki stór þegar hann fæddist aðeins um 9 merkur enda fæddur nokkuð fyrir tímann. Hann greindist einnig fljótlega eftir fæðingu með meðfæddann ónæmisgalla sem gerði það að verkum að hann var mjög viðkvæmur fyrir sýkingum og fékk oft hita. Stundum fékk hann mikinn hita og var lagður inn á sjúkrahús í lyfjameðferð á fyrstu mánuðunum í sínu lífi.


Þrátt fyrir þetta hefur Arnór alltaf verið öflugur strákur og allt frá fyrsta degi hefur hann vaxið og dafnað. Í dag hefur hann náð að byggja upp sitt ónæmiskerfi og er einstaklega hraustur og hefur varla fengið kvef síðustu mánuðina.






Það er ekki að ástæðulausu sem Arnór er gjarna kallaður "yngsti bóndinn" á bænum. Hann er mikill áhugamður um búreksturinn hér og vill gjarnan vera þátttakandi í öllu sem hér er verið að gera. Hann unir sér best og sækir í að komast með manni í einhver verk hvort sem það eru mjaltir, smalamenskur, gegningar, smíðar, viðgerðir eða hvað annað sem verið er að fást við hverju sinni.






Ég er reyndar sannfærður um það að það eru mikil lífsgæði sem felast í því að ala upp börn í dreifbýli við þær aðstæður að geta haft þau með sér í daglegum störfum. Mér fannst það þegar mín börn voru að alast upp


Það eru síðan alger forréttindi að geta stundum haft barnabörnin sín með sér  í daglegum störfum.

 

Flettingar í dag: 157
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131333
Samtals gestir: 24054
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 17:27:52
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar