Í Flóanum

13.11.2010 21:19

Vetur

Undan farna daga hefur verið frost og norðan strekkingur suma dagana. Sólin kemur orðið upp á tíundatímanum. Hún er þó farin að skína hér lægra á lofti en áður þar sem hún er hætt að koma upp á bakvið austurfjöllin á morgnanna. Nú kemur hún upp fyrir framan Seljalandsmúlann og skín þá við sjóndeildarhring á heiðskýrum morgnum.emoticon

Lömbin og hrútarnir hafa verin tekinn inn fyrir nokkru. Hér voru settir á fjórir lambhrútar. Það ætti nú að duga á þessar ær sem hér eru ásamt veturgamlahrútun. 12 gimbrar voru settar á. Ærnar verða teknar inn núna næstu daga þegar rúningsmaðurinn er tilbúinn að koma hér.



Hænurnar fengu nýjan samanstað núna um daginn. Þær hafa undanfarin ár búið í gámi sem var færður inn í hlöðu á veturnar en var úti á sumrin. Þar sem ristarnar í fjárhúsinu eru farnar að gefa sig og fyrirsjánlegt að þeirra biði nokkuð viðhald ef féð ætti að vera á þeim í vetur var ákveðið að gera tilraun með að hafa fullorðnu ærnar á hálmi í hlöðunni í vetur. Þessu fylgir einnig nokkur vinnusparnaður þar sem nú er áformað að gefa þeim í heilum rúllum í gafagrind.



Þannig hljóp á snærið hjá hænunum þar sem þá var hægt að útbúa aðstöðu fyrir þær í hluta af fjárhúsunum. Það er rétt að taka fram að hér er að sjálfsögu um að ræða virðulegar íslenskar hænur af "landnámsstofni". Ein þeirra ber meira að segja titilinn "falllegasta hænan á Íslandi".



Í fjósinu er nú liðlega helmingur borin af þeim fjölda sem reiknað er með að beri í vetur. Hér á bæ hefur burðri verið stillt inn á mánuðina september og fram í byrjun maí. Nokkuð vel hefur gengið í haust og til þess að gera lítil vanhöld í kálfunum og kúm. emoticon

    

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 131077
Samtals gestir: 23971
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 19:00:01
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar