Í Flóanum

26.12.2010 07:52

jól

Þeim sem finnst jólalegra að hafa snjó á jörð um jólin varð að ósk sinni. Í gær var hér alhvít jörð. Nú er suðaustan átt og rigning og allur snjór horfinn. Það kemur nú ekki í veg fyrir það enn eru jól.

Það báru tvær kýr í fjósinu hér á jóladagsmorgun og sú þriðja bar nú í nótt. Allt voru þetta stórir og stæðilegir kálfar. Ekki hefur komið nýr kálfur hér í þrjár vikur svo það var nú orðið alveg tímabært. Alls höfum við nú fengið 25 lifandi kálfa í haust. Af því eru 12 kvígur og er ég mjög sáttur við það. 

Á þorláksmessu fórum við Jón tengdasonur út í haga og sóttum hluta af reiðhestunum. Nú er hér átta hestar á húsi. Það er alltaf gaman að gegna í hesthúsinu og nú er farið að velta fyrir sér hvort ekki eigi að að fara að járna fljótlega. emoticon

Í dag stendur mikið til. Tvö yngstu barnabörnin okkar Kolbrúnar verða skírð hér í stofunni. Von er á fjölda gesta. Bíða menn spenntir að heyra hvað börin eiga að heita. Það er ekki hægt að hugsa sér áhugaverðara verkefni en að standa að svona fagnaði um jólin.

Gleðilega jólarest.  

Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130597
Samtals gestir: 23847
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 05:46:59
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar