Í Flóanum

11.03.2011 20:05

.......

Sjálfsagt kemst engin í gegnum lífið án þess að upplifa einhver áföll. Til þess að takast á við þau er mikilvægt að fólk leiti styrks hvort í annað og fjölskylda og vinir standi þétt saman. Þannig komast menn sjálfsagt frekast í gegnum sína erfiðleika í lífinu. Fólk stendur jafnvel sterkara á eftir.

Stundum verða samt atburðir með svo hörmulegum afleiðingum að manni finnst það eigi ekki að leggja á nokkurn mann eða fjölskyldu. Þegar slíkir atburðir snerta einhverja sem standa manni nærri eða fólk sem manni þykir vænt um, þá vill maður helst geta það sem enginn mannlegur máttur getur. Maður vill geta breytt því sem gerðist þannig að það hafi aldrei gerst.

Maður vill geta gert eitthvað eða sagt eitthvað sem máli skiptir. Það eina sem maður getur samt gert er að hugsa til þeirra og reyna á einhvern hátt að sýna samhug sinn. Ég veit ekki hvort það getur skipt máli en maður vonar það.

Í dag var ég við jarðarför Kristófers Alexanders Konráðssonar fimm ára drengs sem lést af slysförum 5. mars s.l.

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127031
Samtals gestir: 22945
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:44:27
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar