Í Flóanum

14.03.2011 22:46

Eitt ár

Nú er ár liðið frá því að ég tók upp á því að skrifa á þessa heimasíðu hugleiðinga mínar. Ég veit svo sem lítið um það hverjir lesa þetta eða hvað þeim finnst þessum sem kíkja hér inn. Enda skiptir það kannski ekki öllu máli. Ég treysti því að þeim sem líkar þetta illa eða finnst þetta leiðinlegt sleppi því að erga sig á þessu með því að lesa það.

Það eru ekki margir sem látið hafa álit sitt í ljós en þó hefur það komið fyrir. Það er helst Bjarni í Gróf sem hefur gert það og þá reyndar oftast til þess að skamma sveitarstjórnina. Ég vil nú sérstaklega þakka Bjarna fyrir þetta sem og öðrum sem hafa sett fram sitt álit á síðunni.

Mér hefur fundist áhugaverðara að skrifa á síðuna þegar maður fær álit hvort sem menn eru mér sammála eða ekki. Ég á alveg eins von á því að ég haldi áfram að skrifa hér þegar og það sem mér dettur í hug.



Í síðustu viku var hér fallegt vetrarveður með sólbjörtum dögum en nokkuð frost. Snjóföl var yfir öllu og var það eingöngu til bóta. Þrátt fyrir frost og snjó finnur maður að vorið er ekki langt undan.


Daginn er farin að lengja. Nú hefur maður orðið ágætan möguleika á að taka þokkalegan útreiðatúr eftir kvöldmjaltir í björtu og er ég að vona að það verði til þess að fjölga þeim stundum sem maður kemst á bak.




Þó álftin sé nú enginn auðfúsugestur hér í nýrækir þá er hún nú yfirleitt fyrsti farfuglinn sem maður tekur eftir. Nú er orðin rúm vika frá því að ég sá fyrstu álftirnar hér á flugi. Þá flaug einnig gæsahópur hér yfir um svipað leiti. Það bendir til þess að það sé alls ekki svo langt þangað til fleiri farfuglar fara að láta sjá sig hér um slóðir.   

Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131330
Samtals gestir: 24052
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:24:44
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar