Í Flóanum

30.03.2011 07:43

Strætó

Í gærmorgun heimsótti ég, ásamt framkvæmdastjóra SASS, bæjarstjórunum í Árborg og Hveragerði, fulltrúum frá Innanríkisráðuneytinu og vegamálastjóra höfuðstöðvar Strætó  bs. Ég var þarna mættur sem varaformaður SASS og tilgangur þessara heimsóknar var að kynna sér starfsemi Strætó og þá fyrst og fremst þá þjónustu sem þeir eru að bjóða sem nýst gæti til að efla almenningssamgöngur í landinu.

Tilefnið er að nú um nokkurt skeið hefur vinna verið í gangi í ráðuneyti samgangna að leita leiða til þess að nýta betur það opinbera fé sem varið er til almenningssamgangna. Jafnframt er það stefna núverandi ríkisstjórnar að efla almenningssamgöngur.  Nú um næstu áramót skilst mér að allir samningar um sérleyfisaksturs í landinu renni út og því kannski tækifæri til þess að breyta til.

Það blasir við þegar þessi mál eru skoðuð að í núverandi kerfi eru fjármunir að nýtast mjög illa. Það er niðurstaða ráðuneytismanna og Vegagerðarinnar sem sér um framkvæmd þessarra mála að það kerfi sem við erum að reka í dag sé vægt til orða tekið handónýtt.

Nú hefur Innaríkisráðuneyið ákveðið að bjóða landshlutasamtökum sveitarfélaga að taka þessi mál upp á sína könnu. Stjórn SASS hefur tekið jákvætt í að skoða þessi mál.  Það eru klárlega ákveðnir hagræðingar möguleikar í stöðunni. Sérstalega með því að skipuleggja allt svæðið sem eina heild og stilla ferðum þannig upp að þær nýtist sem flestum og sem víðast. Einnig má sjá fyrir sér ákveðna möguleika í betri samþættingu við aðra akstursþjónustu eins og skólaskstur með framhaldskólanema og e.t.v. eitthvað fleira.

Mér finnst verkefnið spennandi en það er flókið. Það er áhugavert að auka hlut almenningssamgangna m.a. út frá sjónarmiðum umhverfismála. En það verður þá líka að vera þannig að það sé verið að reka samgöngukerfi sem nýtist fólki og það komi að gagni.  

Nú á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessari skoðun á málinu hjá SASS. Lykilatriði er hvaða fjármuni er verið að ræða í þessu sambandi hjá ríkisvaldinu og hvort einhver meining er að baki þess að efla þessa starfsemi.  emoticon

Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126895
Samtals gestir: 22932
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:21:07
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar