Í Flóanum

24.04.2011 19:43

Sumarpáskar

Páskarnir hafa þá sérstöðu að þeir eru aldrei á sama tíma frá einu ári til annars. Yfirleitt eru þeir nú einhvern tíman í einmánuði. En svo kemur fyrir að þeir eru ekki fyrr en helgina eftir sumardaginn fyrsta eins og núna í ár. Þá eru sumarpáskar og skírdagur og sumardagurinn fyrsti bera upp á sama dag.

Þetta mun að jafnaði gerast á 15 ára fresti. Reyndar er misjafnt hvað líður langt á milli en eftir því sem ég hef lesið mér til um er styðsta bil á milli 3 ár en lengsta bilið 41 ár. Sumarpáskar voru síðast árið 2000. Það voru einnig sumarpáskar árin 1984 og 1973 en það var vorið sem ég fermdist.

Næst verða sumarpáskar ekki aftur fyrr árið 2038.

Svo getur það einnig komið fyrir að páskar séu á góu. Það er öllu sjaldgæfara en sú var raunin fyrir þremur árum 2008. Það mun ekki gerast aftur á þessari öld. Á síðustu öld voru góupáskar tvisvar árin 1913 og 1940.

Nú er mér í sjálfu sér alveg sama hvenær ársins páskarnir eru. Það eru ekki endilaga svo mikill munur á s.k. frídögum og öðrum dögum í sveitinni. Samt er það nú svo að á stórhátíðum er gjarna notað tækifærið til þess að gera sér dagamun.

Hér var mikið fjölmenni í mat hjá okkur í dag. Má sega að ættbálkurinn minn hafi komið saman en það eru alltaf góðar stundir. Börnin, tengdabörnin, barnabörnin ásamt foreldrum mínum og Öldu systir með sín barnabörn voru hér. Alls voru þetta 19 manns og tókum við hraustlega til matar okkar ásamt því að spjalla og leika okkur saman. emoticon

Annað sem við létum eftir okkur þessa dagana var góður útreiðartúr á föstudaginn. Þá var hér blíðu veður. Við Jón lögðum hér af stað um hádegi og riðum upp í Egilsstaðakot. Þaðan riður þeir feðgar, Einar og Þorsteinn, með okkur áfram upp í gamla Hraungerðishreppin þar sem við stoppuðum í Hjálmholti. Þar hafði bæst við í hópinn  Óli á Hurðarbaki. Frá Hjálmholti riðum við að Hurðarbaki ásamt Ólafi í Hjálmholti. Að endingu var komið við í Vatnsholti á leiðinni hingað heim. Hingað  vorum við Jón komnir um miðnætti aftur.

Þetta var mjög góður túr. Hrossin höfðu mjög gott af þessu og ferðafélagarnir voru skemmtilegir. emoticon
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131107
Samtals gestir: 23980
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 05:51:18
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar