Í Flóanum

30.04.2011 07:38

Suðurland...hvorki meira né minna.

Það er alveg ljóst að ef íslendingar ætla að vinna sig út úr þeirri kreppu sem nú herjar verður að nýta eitthvað af þeim tækifæri sem fyrir hendi eru til atvinnuuppbyggingar. Ef ætlunin er að minnka atvinnuleysi og auka tekjur í þjóðfélaginu aftur er lykilatriði að snúa sér að því verkefni. Þá er nauðsynlegt að halda sér við raunhæfar áætlanir og hugsa til einhverra framtíðar í þeim efnum

Hér á suðurlandi eru tækifærin mörg og margvísleg. Samband sveitarfélaga á Suðurlandi ásamt Atvinnuþróunnarfélagi Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands stóðu fyriri atvinnu- og orkumálaráðstefnu á Hótel Selfoss í gær. Ráðstefnan var haldinn undir heitinu "Suðurland - hvorki meira né minna- " Þar var reynt að draga fram eitthvað af þeim fjölmörgu tækifærum sem hér eru í aukinni atvinnuuppbyggingu.

Á ráðstefnunni var fjallað um málaflokkana; orkumál, ferðaþjónustu, skapandi greinar og matvælaframleiðslu. Fram kom, sem er mikilvægt að gera sér grein fyrir, að uppbygging í einni grein útlokar ekki annað og í mörgum tilfellum skapar uppbygging í einni frekar tækifæri í annarri grein. T.d. var á ráðstefnunni bent á að þau tækifæri sem helst blasa við í ferðaþjónustu tengjast þeirri fjölbreyttu matvælaframleiðslu sem er fyrir hendi og hægt að byggja hér upp.

Ferðaþjónustan á einnig möguleika í tengslum við lista og menningarlíf svæðisins en á ráðstefnunni var bent á nauðsyn þess að nýta betur þær fjárfestingar og þekkingu sem í ferðaþjónustunni er með aukinni vetrarstarfsemi.

Mjög áhugavert erindi var um ræktun á olíurepju. Á suðurlandi er til mikið af góðu ónotuðu ræktunnarlandi og það hlítur að vera eitt af okkar stóru tækifærum í framtíðinni að nýta það meira. Framleiðsla á olíu sem nýtt er sem eldsneyti er einn af þeim kostum sem eru í stöðunni.Sú ræktun stuðlar einnig að meiri fóðurframleiðsu sem nýtist til matvælaframleiðslu.

Á ráðstefnunni var gerð grein fyrir þeirri vinnu sem hefur verið í gangi á vegum rammaáætlunnar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með tillit til virkjanakosta. Stór hluti af raforkuframleiðslu í landinu fer fram hér á suðurlandi og hestu áhugverðustu kostirnir til aukningar í þeim efnum virðast einnig vera hér. Það er mikilvægt ef farið verður í virkjanaframkvæmdir að nýta þá raforku sem allra best og þannig að það skili sem allra mestum tekjum og atvinnu. Að mínu mati á það að vera krafa númer eitt að íslenskt samfélag og þá ekki síður það samfélag sem næst slíkum virkjunum stendur hafi sem mestan hag af þeim.

Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131187
Samtals gestir: 24003
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:29:11
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar