Í Flóanum

13.05.2011 23:13

Þúsund tonn af skít.

Verð á áburði hefur margfaldast nú á nokkrum árum. Við sem byggum afkomu okkar á heyskap og öðrum jarðargróða förum ekki varhluta af þeirri staðreynd. emoticon

Þetta hefur leitt til þess að nú leita menn allra leiða til þess að nýta þau áburðarefni sem eru í skítnum betur. Það er reyndar ekki svo að það kosti ekki neitt að bera skít á tún og í akra en með hækkandi áburðarverði borgar það sig að leggja meira í þann þátt ef það er til þess að ná betri nýtingu og spara kaup innfluttum áburði.

Ekki dugar að ætla sér að fá uppskeru af jörðinni án þess að sjá henni fyrir þeim næringarefnum sem hún þarf. Annað kemur manni strax í koll og í verstafalli myndi flokkast sem rányrkja.

Vandamálin við ná góðri nýtingu á kúskít á túnin hefur helst verið að oft er annmörkum háð að koma honum út á þeim tíma sem best hentar. Sum vor hefur það einfaldlega alls ekki verið hægt. Það er tímafrek vinna að keyra fleiri hundruð tonn af mykju út og dagarnir til þess á vorin ekki alltaf margir.

Annað atriði sem einnig hefur verið til vandræða er að ef ekki rignir strax eða allavega fljótlega á nýáborinn skítinn þornar hann á túnunum og skrælnar. Hann gengur ekki niður í jarðveginn heldur fer saman við heyin þegar heyjað er. Slíkt hey er ekki lystugt og étst ekki.

Búnaðarfélögin hér í Flóanum eru aðilar að Skarna ehf sem er hlutafélag sem á og rekur stóran haugtank með niðurfellingarútbúnaði. Í veiðleitni okkar að ná meiri verðmætum úr fjóshaugnum höfum við fengið þetta verkfæri í vinnu til okkar nokkrum sinnum. 



Hann Davíð var mættur hérna um miðjan dag í gær og tók til við að keyra úr haughúsinu. Þegar verkinu var lokið nú í dag var búið að taka úr haughúsinum rúmlega 1000 tonn af skít og fella niður í u.þ.b 55 ha af túnum.

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131119
Samtals gestir: 23982
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 07:12:47
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar