Í Flóanum

16.06.2011 07:22

Heimsóknir

Þó ekki hafi verið skrifað hér mikið síðustu vikur er það ekki merki um það að hér á bæ sé ekkert um að vera. Eins og jafnan áður er verið að fást við hin ýmsu verkefni og ótal áhugaverð atvik koma upp á hverjum degi. Ekki síst á þessum árstíma.

Leikskólinn kom hér í heimsókn í skógræktina í síðustu viku. Börnin léku sér í skóginum og í hellinum. Jeff grillaði fyrir mannskapinn. Þó ég hafi ekki verið heima og hitt gestina, þá finnst mér þetta skemmtilegar heimsókir. Kolbrún var á svæðinu og tók þessar myndir.





Fimmtudaginn 9. júní buðu sveitarstjórnarmenn í Bláskógabyggð sveitarstjórnarmönnum í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps ásamt mökum til sín. Farið var með okkur um sveitarfélagið í rútu og ýmsir staðir og starfsemi skoðuð. Öllum var svo boðið í mat í Aratungu í lok dagsins. Mikil og góð samvinna er meðal þessarra sveitarfélaga um um ýmis verkefni. Dagurinn var bæði góður og skemmtilegur. emoticon

Um Hvítasunnuhelgina tókum við Kolbrún okkur frí og dvöldum á noðurlandi frá föstudegi til mánudags. Heimsóttum m.a.bændur í Mývatnssveit, þau Jóhann og Ingigerði á Gautlöndum. Einnig heimsóttum við nafna minn og verkalýðsleiðtoga á Húsavík Aðalstein Á Baldusson og Elfu konu hans. Þeir Aðalsteinn og Jóhann voru báðir með okkur á Hvanneyri á sínum tíma. Áttum við góð ferð þarna norður og stund með norðlendingum.

Það er alltaf áhugavert og skemmtilegt að hitta fólk og spjalla saman. Ég held að maður geri aldrei of mikið af því og kannski of lítið nú á tímum. Ég þakka þeim sem hér hafa komið fyrir komuna og þá sem við heimsóttum fyrir móttökurnar. emoticon
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131302
Samtals gestir: 24045
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 11:41:25
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar