Í Flóanum

19.07.2011 07:39

Umf. Vaka

Ungmennafélagið Vaka er 75 ára í dag. emoticon

Félagið er og hefur alltaf verið mjög virkt og verið ein ef helstu máttarstoðum í félags- og menningarlífi í fyrrum Villingaholtshreppnum í þessi 75 ár sem það hefur starfað. 

Það hefur verið gæfa félagsins að hafa alltaf verið vettvangur unga fólksins á félagssvæðinu á hverjum tíma. Það er ekki endilega alltaf þannig með félög að eðlileg kynslóðaskipti gangi vel fyrir sig. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Umf. Vöku í gegnum tíðina.

Ég hef verið félagi í félaginu í u.þ.b. 40 ár og tekið þátt í störfum þess með einum eða öðrum hætti á þeim tíma. Sem unglingur sat maður í nefndum bæði sem óbreyttur nefndarmaður og sem formaður nefndar. Þannig tók maður á þessum árum þátt í störfum bæði skemmtinefndar og íþróttanefndar félagsins og einnig sem fulltrúi félagsins í húsnefnd félagsheimilisins Þjórsárvers.

Síðar sat ég stjórn félagsins fyrst sem gjaldkeri í nokkur ár og svo sem formaður. Í framhaldi af því tók ég einnig þátt í störfum Héraðssambansins Skarphéðins og var þar einning í stjórn í nokkur ár.

Þegar mín börn voru svo farin að láta til sín taka í störfum og stjórnum félagsins dró maður sig smátt og smátt í hlé. Mitt hlutverk í dag er fyrst og fremst að hafa gaman af því að fylgjast með þróttmiklu starfi félagsins og hvetja unga fólkið til þátttöku í störfum þess. emoticon

Ég hef haft ómælda ánægju af þessu starfi öllu og þar hef ég fengið mína menntun sem ég fullyrði að er engu síðri en önnur menntun sem maður fær í skólum. Verkefnin hafa verið margvísleg og sum hver nokkuð krefjandi. Það er þannig með þessa starfsemi að hún hefur skilað miklu fyrir samfélagið og ekki síður þá félagsmenn hverju sinni sem að verkefnum félagsins standa.

Ég óska félaginu til hamingju með afmælið og félagsmönnum þess til hamingu með öfluga starfsemi. Um leið og ég þakka fyrir allt sem þetta félag hefur gert fyrir mig vil ég láta þá ósk fylgja að hér í sveit verði áfram um ókomna tíð öflugur félagsvettvangur fyrir ungt fólk.  

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 130853
Samtals gestir: 23915
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 18:26:56
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar