Í Flóanum

27.07.2011 22:41

Kirkjugarðurinn

Fallegur og vel hirtur kirkjugarður er sómi hverra sveitar. Kirkjugarðurinn við Villingaholtskirkju hefur verið í þeirra hópi. Allt frá því að Svavar í Villingaholti hafði forgöngu um að taka hann til gagngerra endurbóta og stækkunar einhvern tímann á síðustu öld hafa menn hér haft metnað til þess að sinna honum vel.

Það er heilmikil vinna að hugsa vel um svona kirkjugarð og sinna þeim gróðri sem þar vex, bæði trjógróðri og grasi. Stígar, girðingar, hlið og önnur mannvirki þurfa einnig sitt viðhald.

Nú standa yfir framkvæmdir í garðinum en unnið er að því að jarðvegskipta undir öllun stígum innan garðsins og til stendur að helluleggja þá. Leitað var til Búnaðarfélagsins (þ.e. Bnf. Villingaholtshrepps) að leggja þessu verki lið. Verkefnið sem félagið tók að sér var að keyra sandi frá Mjósyndi og koma honum á sinn stað undir öllum stígum. Búið var að moka moldini upp úr en nú þurfti að fylla skurðina aftur af sandi.

Félagsmenn mættu kl.10 í morgun. Mættir voru menn á minst 10 traktorum með 8 sturtuvagna og eina beltavél til þess að moka á. Verkið gekk hratt og vel fyrir sig og var lokið um miðjan dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íbúar hér í sveit taka sig saman og vinna svona verk. Mér er í fersku minni þegar ungmennfélagið stóð að byggingu á íþróttavellinum við Þjórsárver. Þá leitaði félagið til sveitunganna og það voru ófáar stundirnar sem menn lögðu fram í vélavinnu við að koma sandi í völlinn og við að þökuleggja hann. emoticon

Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131286
Samtals gestir: 24038
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:22:30
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar