Í Flóanum

23.09.2011 07:20

Á fjalli

Mér fannst það bæði fróðlegt og skemmtilegt að fara á fjall í síðustu viku. Það er vart hægt að hugsa sér áhugaverðari ferðamáta en að fara um landið á hestum. Ef menn yfir höðuð hafa einhvern áhuga á að skoða landið og velta fyrir sér staðháttum og náttúru Íslands gefst best tækifæri til þess þegar farið er um ríðandi.

Ef þú ert gangandi verður þú að gæta þess að horfa niður fyrir lappirnar á þér svo þú rekir ekki tærna í og dettir. Ef þú ert keyrandi hvort sem er á bíl eða fjórhjóli, sleða eða hverju öðru faratæki ert þú upptekinn við akstur á meðan þú ert á ferð. Auk þess er farið það hratt yfir að vart gefst tækifæri á að njóta alls sem upp á er boðið. Ríðandi getur þú stanslaust fylgst með umhverfi þínu alla leiðina bæði nær og fjær. emoticon

Allavega finnst mér ég upplífa landið á allt annan hátt þegar farið er um á þokkalega ferðavönum hestum. Ég hef reyndar ekki mikið farið um afréttin fram að þessu þannig að víða var ég að koma í fyrsta skipti þessa daga sem smalað var. Athyglisvert var að sjá hvað afrétturinn er fjölbreyttur að landslagi og gróðurfari.

Mér fannst líka skemmtilegt að sjá hvað við Flóamenn búum vel að því leiti að hafa öflugt lið í að smala afréttinn. Í fjallsafnið var mætt þrautvant lið á þjálfuðum hestum, og sumir einnig með hunda, tilbúið að takast á við verkefnið. Þó ég hafi verið nýliði í hópnum var ég held ég elstur í vesturleitinni að undanskildum trússinum sem er nokkrum vikum eldri en ég.  Þar sem allir sem eru yngri en ég eru ungir verður þetta að teljast bæði ungt og efnilegt lið þó flestir hafi margra ára reynslu á fjalli.

Þrátt fyrir öflugt lið verður að viðurkennast að smölun gekk ekki alveg sem skildi og ljóst er að töluvert er eftir af kindum. Féð er rígvænt af afréttinum og var þungt í rekstri. Þegar viðbættist þoka sem lagðist yfir á fimmtudeginum var verkefnið orðið mjög erfitt og árangur eftir því. Það er vonandi að betur takist til í eftirsafni í næstu viku. emoticon



Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131392
Samtals gestir: 24070
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:50:29
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar