Í Flóanum

09.10.2011 07:28

Byggið, þurkurinn, rigningin og loftárásir

Kornið var skorið hér á föstudagskvöldið. Eins og stundum áður þá hafa haustrigningarnar staðið uppskerustörfum í byggræktinni fyrir þrifum. Við bættist þetta árið að uppskera var sein á ferðinni vegna kulda og þurka í vor. Þannig hófst kornskurður hér í Flóanum u.þ.b. 10 dögum seinna þetta haustið en oft áður.

Bærilega gekk að skera fyrstu dagana eftir að kornskurður hófst og voru menn nokkuð bjartsýnir að ná þokkalegri uppskeru vandræðalaust. En upp úr miðjum september fór haustrigningin sífellt að verða fyrirferðameiri. Liðu nú orðið heilu vikurnar án þess að hægt væri að skera því alltaf rigndi og rigndi. emoticon

Þessu til viðbótar bættist nú önnur óværan við, því meðan á þessu stóð urðu akrarnir fyrir loftárásum. Sá alfriðaði fugl, álftin, sá sér nefnilega leik á borðri og nýtti sér vel það nægtar borð sem blasti nú við. Á meðan við kornbændur biðum þess að stytti upp svo hægt væri að uppskera byggið gekk hún skipulega til verka og át upp heilu hektarana. emoticon 

Það stytti loks upp nú vikunni og var þá ekki beðið boðanna. Þreskivélin sem Flóakorn ehf rekur fór af stað á þriðjudaginn og má segja að hún hafi gengið stanslaust dag og nótt til kl. 2:00 aðfaranótt laugardagsins er hún kláraði að slá akrana hér á bæ. Það stóð á endum að það skall á slaðveður aftur um það leiti sem hér var verið að klára síðustu fermetrana. Þá var búið á þessum tæpum 4 sólarhringum að slá tugi ha á 10 bæjum hér í Flóanum og Ölfusi. emoticon 

Það er alltaf góð tilfinning að vera búinn á ná uppskeru í hús. Þrátt fyrir nokkuð tjón er ég þokkalega sáttur með útkomuna. Þrátt fyrir tíðarfarið stóð akurinn ennþá mjög vel og ef álftinni hefði ekki verið til að dreyfa væri uppskeran vel í meðallagi þrátt fyrir allt.  emoticon 



 
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130678
Samtals gestir: 23869
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 18:53:21
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar