Í Flóanum |
||
16.10.2011 07:16FjármálÞessar vikurnar brjóta sveitarstjórnarmenn heilann um fjármál sem aldrei fyrr en í vikunni sat ég fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í Reykjavík. Vinna sveitarstjórnarmanna snýst nú kannski eingöngu um fjármál. Verkefnið er að nýta skattfé sem sveitarfélögum tilheyrir sem allra best til hagsbóta fyrir íbúana. Undanfarið höfum við hér hjá Flóahrepp verið að skoða rekstrarstöðu sveitarfélagsins á þessu ári og endurskoða fjárhagsáætlunina. Vinna við fjárhagsáætlun næsta árs er einnig að komast á skrið. Ljóst er að töluvert vantar upp á að fjárhagsáætlun þessa árs, eins og hún var samþykkt fyrir tæpu ári síðan, gangi upp. Ástæðan er fyrst og fremst launahækkanir vegna kjarasamningana sem gerðir voru á árinu. Tekist hefur bærilega að vera innan áætlunnar í öðrum rekstrarliðum þrátt fyrir mun meiri verðbólgu en reiknað var með. Á móti launahækkunum kemur að þær skila sér einnig að hluta í hærri útsvarstekjum. Framundan er haustfundur Héraðsnefndar Árnessýslu en þar eru fjárhagsáætlanir ýmissa stofnanna sem sveitarfélögin í Árnessýlsu reka saman afgreiddar. Fjárhagsnefnd Hérðasnefndar er þessa dagana að yfirfara tillögur að áætlunum sem forstöðumenn og stjórnir þessara stofnanna hafa lagt fram. Sjálfur á ég sæti í þessari fjárhagsnefnd en nefndin skilar svo áliti á Héraðsnefndarfundinum. Ársþing SASS er svo seinna á þessum mánuði en þar eru haldnir einir 5 aðalfundir. Á öllum þessum fundum er fjallað um og afgreidd fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi stofnun. Þessar stofnanir eru Atvinnuþróunnarfélag Suðurlands, Skólaskrifstofa Suðurlands. Sorpstöð Suðurland, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Til viðbótar verður einnig fjallað um áætlun fyrir stórt og mikið samstarfsverkefni sveitarfélaganna en það er þjónusta við fatlaðra á svæðinu. Í allar þessar áætlanir fer mikil vinna en ég er þeirra skoðunnar að nauðsynlegt sé að vanda hana eins og kostur er. Það er mikilvægt að sveitarfélög og stofnanir þeirra sníði sér stakk eftir vexti fyrirfram með vönduðum fjárhagsáætlunum. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is