Í Flóanum |
||
31.10.2011 07:10Daginn tekur að styttaOktóber er nú að renna sitt skeið og framundan eru myrkustu vikur ársins. Tíðafarið undanfarið hefur heldur verið til þess fallið að minna mann á skammdegið framundan. Það er aðallega boðið upp á rigningu og rok flesta daga. ![]() Nóg er af verkefnum samt að fást við. Þessi mánuður hefur að vísu mikið farið á fundarsetur hjá mér. Nú síðast var Ársþing sunnlenskra sveitarfélaga en það var í Vík nú á föstudag og laugardag í siðustu viku. Ég fór reyndar austur strax á fimmtudag vegna stjórnarfundar hjá SASS sem haldinn var þá í tengslum við þingið. Hér á bæ er búið að slátra öllu fé sem á að slátra þetta haustið. Hrútar og lömb eru komin á hús. Ærnar verða teknar einhvern tíman á næstu vikum eða þegar það hentar rúningsmanninum að koma hér. Búið er að sleppa reiðhrossunum og því lítið um útreiðar þessa dagana. Talsvert er borið af kúm í fjósinu eftir að burður hófst um mánaðarmótin ág.-sept. og hefur það að mestu gengið prýðilega. Eins og undanfarin ár þá stendur rekstrarstjórn félagsheimilanna í Flóahreppi fyrir "Tónahátíð" í haust. Hátíðin saman stendur af þremur viðburðum hvert í sínu félagsheimilinu í sveitarfélaginu. Byrjað var í Félagslundi 1. október s.l á tónleikum með lögum Oddgeirs Kristjánssonar úr Vetsmanneyjum. 15. október var síðan leikþátturinn "mamma ég" sýndur í Þjórsárveri ásamt því sem heimamaðurinn Sigurður Ingi Sigurðsson var með uppistand. Núna n.k. laugardagskvöld 5. nóv verður Helgi Björnsson og "Reiðmenn vindanna" í Þingborg svo með stórtónleika. Það er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að láta það ekki fram hjá sér fara. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is