Í Flóanum

18.11.2011 11:31

Haustblíða

Í þessari viku hefur veðurblíða verið allsráðandi. Hér er sumarhiti og úrkomulítið flesta daga.



Það verður nú ekki sagt um þetta haust að það hafi einkennst af svona blíðu. Fram að þessu hefur veðurfarið frekar verið bæði rigning og rok. Þó aðallega rigning.



Jörðin sem var að ofþorna í sumar vegna þurka er nú rennandi blaut og víða eru stórir pollar og tjarnir. Engan veginn hefur verið hægt að þurrka hálm í haust og ekki er físilegt að fara um túnin vegna bleytu. Birgðastaðan í haughúsinu er nú alveg að komast í þrot og nauðsynlegt að grípa til ráðstafanna í því sambandi fyrr en seinna. emoticon



Þó þetta séu ekki kjöraðstæður til að stunda jarðvinnslu létu þeir Sigmar og Kristinn sig hafa það í slagveðrinu um daginn og tóku inn skurðbakka á stykkjum sem sá á í næsta vor. Í verkið fengu þeir lánaða beltagröfu með breiðri skóflu. Það verður svo að koma í ljós hvenær hægt er að ýta til í þessum stykkjum og jafna.



Þó nú hafi loks dregið úr rigningunni, í bili að minnstakosti, og það er boðið upp á sumarblíðu er dagurinn ansi stuttur. Sólin röltir hér um hádaginn rétt við sjóndeildarhring. Þegar hún nær að brjótast í gegnum skýin svona lágt á lofti geta litabrigðin orðið talsverð.


Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131176
Samtals gestir: 24000
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:28:40
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar