Í Flóanum

08.12.2011 07:22

Bændafundir

Það verður að mínu áliti ekki sagt um bændur að þeir séu góðir í því að byggja upp einfalt og skilvirkt félagskerfi til að standa vörð um hagsmuni sína. Ég hef stundum fengið það á tilfinninguna að þar hafi metnaður um félagslegan frama einstakra manna haft meiri áhrif en almenn félagsvitund og jafnræði félagsmanna. 

Það er sem betur fer til hópur fólks í sífellt fámennari bændastétt sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum í hagsmunagæslu fyrir bændur. Allt þetta fólk vinnur af fullum heilindum og áhuga fyrir verkefninu. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort ekki megi nýta það fjármagn betur sem fer í rekstur á flóknu félagskerfi. Einnig finnst mér umhugsunarvert hvernig þeir sem eru í forsvari fyrir bændur sækja umboð sitt og hvernig tenging þeirra er við hin almenna bónda. 

Bændasamtök Ísland halda núna þessa dagana almenna bændafundi um landið. Á þriðjudagkvöldið mætti ég á slíkann fund í Þingborg. Þetta var nú frekar fámennur fundur og af þeim sökum ekki uppörfandi fyrir stjórn BÍ. Ég hef sótt fleiri bændafundi í haust um hin ýmsu málefni og á vegum ýmissa félagssamtaka bænda. Aðsókn á þessa fundi hefur verið með ýmsum hætti en sá fundur sem var fjölmennastur var hrútafundur Búnaðsamband Suðurlands. emoticon

Spurning hvort það er áhyggjuefni ef bændur eingöngu hafa áhuga á að ræða um og hlusta á umræður um hrúta en láta sig engu skipta hvernig hagsmunum þeirra er ráðstafað að öðru leiti. Ég tek það fram að ég hef mjög gaman að því að ræða um hrúta og vona að bændur haldi því sem lengst áfram. 

Haraldur Benediktsson formaður bændasamtakanna var aðal framsögumaður á fundinum á þriðjudagkvöldið. Það eru mörg mál sem brenna á bændasamtökunum og þar er verið að vinna ágætlega í mörgum málum. Tíminn verður svo leiða í ljós hver ávinningur af þeirri vinnu er.
 
 
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131148
Samtals gestir: 23991
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 13:08:20
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar