Í Flóanum

22.12.2011 07:17

Vetrarsólstöður

Vetrarsólstöður munu hafa verið núna rétt áðan og í dag er styðsti sólargangur á þessum vetri. Nú tekur daginn að lengja aftur og finnst mér full ástæða til þess að fagna því. emoticon

Hefðbundinn verkefni á þesssum árstíma hjá sveitarstjórn er að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Síðasti fundur sveitarstjórnar á þessu ári var í gær. Fundurinn var frekar stuttur en helsta verkefnið var að taka seinni umræðu um fjárhagsáætlunina og afgreiða hana. Vegna þess hve veðurútlit var slæmt  og mikil hálka á vegum í Flóanum var fundinum flýtt um 4 tíma. Hann byrjaði kl. 16:00 en ekki kl 20:00 eins og ráðgert var.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða. Gert er ráð fyrir rúmlega 11 milljóna afgangi af rekstri á næsta ári. Fyrirhugaðar eru fjárfestingar fyrir rúmlega 30 milljónir sem er fyrst og fremst vegna húsnæðis  fyrir leikskólann.





Þegar ég kom heim af  fundinum var eldhúsið fullt af mannskap sem stóð í því að skera út laufabrauð. Hérna komu öll mín börn og tengdabörn og barnabörn og tóku þátt í verkefninu.  Þegar búið var að  steikja laufabrauðið skellti  Kristinn sér einnig í það að hnoða deig  í svo kallaða "parta" sem voru umsvifalaust einnig steiktir.  Partar eru eitthvað sem Kristinn þekkir úr Mýrdalnum og/eða Skaftártungunum. Þeir eru mjög góðir með hangikjötinu  (heimareyktu) og smjöri.  

Nú fer að styttast í jól.

Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127088
Samtals gestir: 22948
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:53:21
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar