Í Flóanum

21.01.2012 07:45

iðnaðarsalt og iðnaðarbrjóst

Það hefur töluvert verið fjallað um salt í fjölmiðlun að undanförnu. Ástæðan er að hér á landi hefur verið selt salt til matvælaframleiðslu sem ekki er ætlað til slíkra nota. Þó þetta salt hafi verið hér á boðstólum svo árum skipti og rannsókn sýni að lítill sem enginn munur er á þessu salti og salti því sem sem ætlað er fyrir malvæli er það að sjálfsögðu ekki ásættanlegt.

Íslendingar hafa verið og eru að byggja upp mikinn eftirlitsiðnað með öllu mögulegu og ómögulegu.  Það er ekki alltaf sem maður skilur áherslurnar í þessu eftirliti öllu. Skýringarnar sem maður helst fær að verið sé að innleiða reglur frá evrópusambandinu. 

Þessi uppákoma með saltið og einnig varðandi áburðinn sem hér var seldur og ekki stóðst skoðun, sýnir kannski á hvaða leið við erum. Grandaleysi gagnvart því sem flutt er inn er algert á meðan fjöldi manna er að telja vaska og blöndunartæki, athuga hvort hundurinn eða kötturinn fer ínn í fjós og annað í þeim dúr hjá innlendum framleiðslufyrirtækjum.

Fjölmiðar hafa, í þessu máli eins og mörgum öðrum, ekki endilega kappkostað að vera upplýsandi um málið. Það er farið hamförum í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum án þess að manni virðist að þeir viti almennilega um hvað verið er að fjalla. Iðnaðarsalt getur orðið að götusalti og enginn svo sem veit eða reynir að upplýsa hvað verið er að tala um.

Mér finnst stundum eins og það sé verið að segja sömu fréttina bara aftur og aftur. Þetta átti m.a. við um, ekki síður alvarlegra mál, silikonbrjóstapúðana sem hér hafa verið notaðir. Þegar búið var að segja okkur stanslaust frá þessum 440 konum sem fengið hafa slíka púða í á aðra viku í öllum fréttatímum var ég alveg hættur að fylgjast með. Í hvert sinn sem ég ætlaði að fara að hlusta á fréttir var ég óðara farinn að sjá fyrir mér 880 iðnaðarbrjóst.

Það getur nú bara verið nokkuð yfirþyrmandi. emoticon  
 

  

Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131142
Samtals gestir: 23989
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 11:46:23
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar