Í Flóanum

27.01.2012 07:16

Að moka meiri snjó

Í svona tíðafari eins og nú er, snýst tilveran að stórum hluta um snjómokstur. Þjóðfélagið allt er meira og minna háð því að samgöngur séu greiðar. Eftir allmarga nánast snjólausa vetra hér í Flóanum er verkefnið í ár allt í einu að glíma við snjóavetur.



Það eru núna að verða kominn tvegga mánaða snjóakafli og má sega að baráttan við snjóinn hafi staðið, með stuttum hléum, allan tíman. Sveitarfélagið í samvinnu við Vegagerðina stendur að snjómokstri á vegunum. Auk þess þurfa margir að glíma við snjómoksur heima hjá sér m.a. vegna gegninga og ýmissa annarra atriða. Eins og bara að komast með bílinn út á veg eða koma mjólkurbílnum að fjósinu o.þ.h.

Það er talsverð vinna að skipuleggja snjómokstur svo vel sé. Verkefnið kostar mikið og gæta þarf þess að verkið nýtist sem flestum. Það er því alltaf spurning hvenær tímabært er að moka. Það er ekki mjög físilegt að standa í mokstri þegar skefur jafnharðan aftur. Það kemur líka að takmörkuðu gagni að opna seint að degi eða að kvöldi ef allt er orðið ófært aftur að morgni.

Vegakerfið í Flóanum er bísna langt og að hluta lélegir og illa uppbyggðir vegir. Þó Flóinn sé ekki svo ýkja stór að flatarmáli getur snjóað misjafnt á svæðinu í svona tíðarfari og því ekki alltaf einfalt að meta stöðuna frá einum stað. Sveitarstjórinn í Flóahreppi ásamt verkstjórum Vegagerðarinnar standa því í ströngu nú flesta dagana. Bæði við að meta þörf á mokstri og koma vertökum að verki. Einnig við að veita upplýsingar til íbúa og svara fyrirspurnum þeirra um hvort og hvenær verði mokað. emoticon

Kröfur og þörf fólks er nokkuð misjöfn um þessa þjónustu. Fólk er misjafnlega háð því að komst leiðar sinnar og það er á misjöfnum faratækjum til þess. Sumir eru reyndar ekki síður háðir því að fólk komist til þeirra t.d. þeir sem eru með ferðaþjóustu og/eða selja aðra þjónustu heima hjá sér. Einnig eru margir í rekstri sem þurfa á aðföngum að halda og að koma afurðum frá sér.



Sjálfur var ég við snjómokstur stóran hluta úr deginum í gær. Ég byrjaði á því fyrir hádegi að moka frá fjósinu þannig að sláturhúsbíllin kæmist að. Einar hjá SS á Selfossi hafði samband í gærmorgun en vegna ófærðar um allt suður- og vesturland varð hann að breyta áætlunum sínum. Í stað þess að senda bílana einhvert lengra út í ófærðina taldi hann skynsamlegra að reyna að ná í sáturgripi hér nær sér. Við áttum pantað fyrir nokkra kýr í slátrun í næstu viku og var gripið til þess að taka þær frekar.

Þegar ég var búinn að afgreiða kýrnar á sláturhúsbílinn fór ég að moka frá hinni hliðinni á fjósinu svo mjólkurbíllinn kæmist að. Að því loknu var mokað frá fjárhúsdyrunum svo hægt væri að komast inn með rúllu fyrir féð.



Þegar því var lokið mokaði ég LandRoverinn út en hann var innikróaður upp á hlaði við íbúðarhúsið. Við komum heim í fyrrakvöldi um hálf ellefu og þá var ekki mikill snjór á hlaðinu. Þegar ég fór svo út í fjós morguninn eftir var skaflinn í hliðinu vel á annan meter á hæð og náði langt fram á veg.

Nú virðist hann vera að byrja að snjóa aftur. Reyndar er verið að spá hláku þegar kemur fram á daginn.
       

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 131071
Samtals gestir: 23970
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 16:49:48
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar