Í Flóanum

07.02.2012 07:16

Varmadælur og rafmagnsreikningurinn

Flóahreppur stendur í kvöld fyrir kynningarfundi Í Félagslundi um varmadælur til upphitunnar. Þessi tækni er nú töluvert að riðja sér til rúms og ekki veitir af til að stemma stigu við hækkandi  rafmagnsreikningum.

Það eru nú kominn meira en þrjátíu ár frá því ég heyrði fyrst talað um varmadælur. Þá var því spáð að þær myndu fljótlega verða algengar til húshitunnar á þeim svæðum sem ekki væri hitaveita. Einhverra hluta vegna heyrðist lítið um þær hér á landi síðan í áratugi, þar til nú fyrir ekki svo mörgum árum.

Nú er alger vakning um að nýta þessa tækni á s.k. köldum svæðum og hafa innflytjendu varla við að afgreiða vélar og koma þeim í gagnið. Hér í sveit, þar sem hitaveitan nær ekki, eru þó nokkrir búnir að koma sér upp svona búnaði og/eða eru í hugleiðingum um slíkt. Sveitarfélagið er að setja upp svona varmadælur í félagsheimilunum og verður áhugavert að fylgjast með hver árangurin verður.

Sjálfsagt hefur þessari tækni fleygt fram frá því ég heyrði fyrst talað um þetta. Annað hefur líka gerst að raforkuverð hefur hækkað talsvert. Við sem erum háð rafmagninu til húshitunnar höfum ekki farið varhluta af því.

Það er annars merkilegt að RARIK sem er opinbert hlutafélag mismunar viðskiptavinum sínum gróflega að mínu mati. Verðskrá fyrirtækisins er nefnilega skipt í tvo parta. Annars vegar fyrir þéttbýli og hinsvegar fyrir dreyfbýli. Verðskráin er talsvert hærri fyrir þá sem í dreyfbýli búa og nú með síðustu hækkunum þá hefur þetta bil aukist. Ekki nóg með það heldur er það boðað og virðist vera stefna að auka þennan mismun enn meira.

Það þykir nefnilega ekki sanngjarnt að þeir sem í þéttbýli búa þurfi að taka þátt í kostnaði við dreyfingu og flutnings orku í hinum dreyfðu byggðum landsins. Það þykir aftur á móti ekkert að því að leggja þann kostnað eingöngu á þá sífellt færri sem í skilgreindu "dreyfbýli" búa.

Þá skipti engu hvort umrætt dreyfbýli er við hliðina á raforkuveri eða ekki. Það skiptir heldur engu máli hvort eða hversu afskekkt byggin er. Eins er það með skilgreint "þéttbýli" í verðkránni. Það skipti engu máli hvar á landinu viðkomandi er eða hversu hagkvæmt er að að koma rafmagni þangað. Það eina sem skiptir máli er hvort um skilgreint þéttbýli er að ræða eða ekki.

Ég skil ekki svona "réttlæti". Ef fyrirtæki sem er í opinberri eigu og hefur ákveðum skildum að gegna við dreyfingu og flutning á raforku í landinu má ekki dreyfa sínum kostnaði jafnt niður á viðskiptavini sína hvar sem þeir búa á landinu þá er allveg eins gott að hver og einn sjái bara um sig í þessum málum.

Ef þetta heldur áfram að þróast svona fer að verða áhugavert að stofna rafmagnsveitu hér í Kolsholtshverfinu.... emoticon


 

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126882
Samtals gestir: 22931
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:58:21
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar