Í Flóanum

06.03.2012 22:23

Af himnum ofan

Í vetur þegar snjóinn tók að taka upp og  maður fór að sjá  aftur í kringum sig héðan af bæjarhlaðinu virtist flest vera með kunnuglegum hætti. Eitt var þó sem fljótlega vakti athygli mína en það var að hér rétt norðan við bæinn var komin forláta gjafagrind sem ég kannaðist ekkert við.



Um er að ræða svo kallaða gjörð sem ætluð er til að gefa hrossum rúllur í útigangi. Gripurinn virðist alveg nýr en er aðeins orðin sporöskjulaga, sennilega eftir það ferðlag sem kom honum á þennan stað. 

Nú hef ég ekki það ímyndunnarafl að  mér detti neitt annað í hug en að þessi gripur hafi borist hingað með vindinum. Hann hefur þá væntanlega einhvers staðar komið frá og þá saknar hans sjálfsagt einhver.

Ég hef spurt þá nágrana mína sem hér eru næstir hvort þeir kannist við þessa gjörð en þeir segja mér að hún sé ekki úr þeirra eigu. Nú vil ég því auglýsa eftir eigandanum og benda honum á að hann geti nálgast gripinn hingað til mín. 

Nú eru farnar að berast árlegar fréttir af fuglum himinins. Hér var í fjölmiðlum sagt frá því að Lóann væri komin og einnig Tjaldurinn. Þó daginn sé vissulega farin að lengja á ég ekki von á því það þessir fuglar séu nú umvörpum að hópast til landins á næstu vikum.

Hitt er annað mál að sjálfsagt er Máfurinn farin að koma sér hingað til lands aftur og um síðustu helgi flaug hér Álftahópur yfir.  Álftin er einmitt sá farfugl sem maður verður yfirleitt fyrst var við  hér í Flóanum. Ég er ekki hissa á því að hún komi hingað aftur núna eftir einstaklega gott haust í haust fyrir hana í Flóanum.  Byggið, þurkurinn, rigningin og loftárásir () emoticon


Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127040
Samtals gestir: 22945
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:43:49
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar