Í Flóanum

30.03.2012 07:20

Björt framtíð

Ég hef áður sagt frá því hér á síðunni að fátt finnst mér  meira gefandi en fylgjast með unga fólkinu hér í sveit standa sig vel.  Það er nefnilega bráð nausynlegt fyrir geðheilsuna að hafa trú á framtíðinni. Að hafa trú á framtíðinni gefur þessu lífi fyrst og fremst gildi. emoticon

Nemendur 1. til 7. bekkjar Flóaskóla héldu árshátíð sína á miðvikudaginn.  Eins og fyrri daginn var ekki ráðist á garðin þar sem hann er lægstur. Söngleikurinn Ávaxtakarfan var tekinn til sýningar. Útkoman var stórglæsileg.  Allir nemendur skólans í þessum bekkjum tóku þátt í verkefninu.  Það er magnað að koma á hverju ári á þessar skólaskemmtanir og sjá þau leika og syngja heilu söngleikina.





Ég vil þakka bæði nemendum og starfsfólki skólans fyrir frábæra skemmtun. emoticon 

En það er á fleiri sviðum sem ungafólkið í Flóanum er að standa sig vel. Fyrr í þessum mánuði var haldin upplestrarkeppni meðal nemenda í 7 bekk í grunnskólunum í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps. Nemendur úr fimm grunnskólum tóku þátt.

Það voru þau Eyrún Gautadóttir og Þórarinn Guðni Helgason bæði nemendur úr Flóaskóla sem urðu í fyrsta og öðru sæti í þessari keppni. Það er ástæða til að klappa fyrir því líka. emoticon



Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 130746
Samtals gestir: 23888
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:32:50
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar