Í Flóanum

29.04.2012 07:31

Skipulagsmál

Árlega stendur Skipulagsstofnun fyrir samráðsfundi með sveitarfélögunum i landinu. Ég sat slíkan fund núna s.l. fimmtudag og föstudag austur á Hellu ásamt öðrum sveitarstjórnarfulltrúum og sveitarstjóra Flóahrepps.

Skipulagið er helsta stjórntæki sveitarstjórnar og um leið helsti samráðsvettvangur við almenna íbúa. Þó það sé skýrt tekið fram í skipulagslögum að sveitarstjórnir fari með skipulagsvald hvert í sínu sveitarfélagi er málið ekki svo einfalt að það sé eingöngu rætt og afgreitt inn á borði sveitarstjórnarinnar.

Samráðsferli við almenning er bundið í lögum og þó ég sé alls ekki á móti því að það sé mikið og gott, er um bæði tímafrekt og dýrt ferli að ræða. Það væri vel þess virði að velta fyrir sér hvort hægt væri að nota bæði tíma og pening betur nú er. Hver tillaga að nýju skipulagi eða breyting á eldra skipulagi er marg kynnt og auglýst. Í hvert sinn, á öllum stigum skipulagsferilsins, þarf að útbúa gögn til þess að fjalla um og kynna.

Fyrir utan kostnað við gagnaútbúnað, auglýsingakostnað, og vinnu við umsýslu á öllu þessu kynningarferli er um gríðalega tímafrekt ferli að ræða. Það veitir því ekki af að hafa tímann fyrir sér ef menn eru að huga að framkvæmdum. Þá skiptir litlu máli hvort um stóriðjuver eða útihús í sveit er um að ræða.

Ríkisvaldið sjálft hefur einnig talsverð áhrif á skipulagsvinnu sveitarfélaga. Ýmis lagasetning bindur hendur sveitarstjórna í sinni skipulagsvinnu. Í sumum tilfellum er ríkið með skipulagsvaldið á sinni könnu þrátt fyrir það sem stendur í skipulagslögum.

Í því sambandi má nefna áætlum um vernd og nýtingu náttúruauðlinda.s.k. rammaáætlun. Í lögum um hana er kveðið á um að sveitarstjórnum beri að taka tillit til hennar í sínu skipulagi og þau hafa til þess ákveðin frest frá því að Alþingi afgreiðir hana. Það er reyndar fyrst og fremst talað um að gera verði ráð fyrir þeim virkjanakostum sem flokkaðir eru í nýtingaflokk í áætluninni á skipulagi. Það er óljósara í lögunum með hvaða hætti á að fara með virkjanakosti sem verða í bið flokki og jafnvel verndarflokki.

Það gengur hægt að afgreiða þessa rammáætlun og á meðan eru sveitarfélög í óvissu um hvernig þau eiga að haga sinni skipulagsvinnu. Það er annað sem einnig er í óvissu og stendur upp á ríkisstjórn þessa lands en það er að nú eru rúmlega tvö ár frá því að ný skipulagslög gengu í gildi en enn á eftir að setja reglugerð við lögin.

Illmögulegt er að standa í aðalskipulagsgerð eða endurskoðun á aðalskipulagi vegna þessa ástands. Í nýju skipulagslögunum er talað um ýmsar breytinga m.a. um flokkun lands. Í þeirri vinnu sem í gangi hefur verið við gerð reglugerðar er reynt að útfæra þetta. Á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir veit enginn hvernig á að vinna eftir nýjum lögum. emoticon 
 

Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131292
Samtals gestir: 24040
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:44:50
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar