Í Flóanum

28.05.2012 22:08

"Undir háu hamra belti".

Sumarhátíð leikskólans Krakkborg Í Flóahreppi var haldin í síðustu viku. Við það tækifæri söng kór leikskólans "Regnbogakórinn" nokkur lög. Þar var nú ekki verið að ráðst á garðinn þar sem hann er lægstur heldur voru sungin alvöru sönglög.



Hér er kórinn að syngja "Rósina". Þau sungu af innlifun en vandvirkni svo unun var á að hlusta. Mér finnst ástæða til að þakka þessum myndalegu krökkum fyrir frábæra tónleika.emoticon 

Starfsfók leikskólans undir styrkri stjórn Karenar leikskólastjóra er að vinna hér gott starf. Það er ómetanlegt að geta boðið öllum börnum í sveitarfélaginu, sem þess þurfa eða foreldara þeirra óska, leikskólavist í góðum leikskóla. Leikskólinn Krakkaborg nýtur traust hér í samfélaginu og er að mínu vita að skila góðum árangri í starfi.

Það er umhugsunarvert að húsnæði skólans er nú fullnýtt og þarfnast endurbóta ef það á að nýta það áfram undir þessa starfsemi. Ég er þeirra skoðunnar að nauðsynlegt sé gera ráð fyrir að leikskólinn þurfi að geta tekið við fleiri börnum á næstu árum. 

Íbúaþróun í sveitarfélaginu er með þeim hætti að hér hefur íbúum fjölgað frá síðustu aldarmótum eftir að um stöðuga fækkun var að ræða alla síðustu öld. Hlutfall barna á leikskólaaldri hefur alltaf sveiflast talsvert í gegnum tíðina. Í dag er þetta hlutfall í tæpu meðallagi miðað við hvað það hefur verið hér áður. Eins er þetta hlutfall lægra hér en meðaltalið er á landsvísu í dag.

Þetta finnst mér vera vísbending um það að það séu meiri líkur en minni að leikskólabörnum eigi eftir að fjölga hér á næstu árum jafnvel þó heildaríbúum hætti að fjölga. Það eru hingvegar ekkert sem bendir til annars en hér haldi áfram að fjölga íbúum. Það sýna afgreiðslur byggingarfulltrúa á byggingaleyfum fyrir ný íbúðahús á síðasta ári og áform um slíkt sem er verið að fjalla um núna.

Nú er verið að skoða möguleika á að færa leikskólann frá Þingborg að Flóaskóla.  Þar getur verið möguleiki á að koma fyrir leikskóla fyrir talsvert fleiri börn en nú eru leikskólanum án þess að bæta við húsnæði. Þetta kallar samt á framkvæmdir bæði við að breyta húsnæði og eins þarf að gera breytingar á skólalóðinni.

Mér sýnist í þessu geta falist tækifæri á að efla starfið í leikskólanum enn frekar. Í þessu geta einnig falst tækifæri fyrir grunnskóann á staðnum og hugsanlega aukinn þjónusta við íbúa í sambandi við skóavistun eftir skólatíma fyrir yngri nemendur grunnskólans. Tækifærin felast t.d. í því að hægt er að samnýta betur bæði húsnæði, tæki og aðstöðu sem og sérþekkingu starfsfólks fyrir bæði skólastignin.

Það er mikilvægt að vanda vel til verka ef farið er í þesasar breytingar. Við þurfum að vera viss um að aðstaðn verði betri eftir breytingu bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Við þurfum líka að vera viss um að Flóaskóli getir haldi áfram að þróast og það mikla og góða starf sem þar er unnið skerðist ekki á nokkurn hátt. 
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127115
Samtals gestir: 22949
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:20:18
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar