Í Flóanum

31.07.2012 07:06

Á útreiðum

Þau brugðu sér í útreiðartúr saman krakkarnir í Lyngholti og Hurðarbaki á sunnudaginn var. Þetta voru þeir bræður: Unnsteinn, Sigurjón  og Helgi á Hurðarbaki og systkinin í Lyngholti Kolbrún Katla og Hjalti Geir. Kaupakonunni á Hurðarbaki henni Rakel var að sjálfsögu boðið með.

Feðurnir á bæjunum þeir Reynir og Jón Valgeir voru teknir með til að aðstoða við hrossin (sem hestasveinar). Síðan fengum við afarnir á bæjunum, Óli á Hurðarbaki og ég líka að fara með. En það var bara vegna þess að okkur þykir svo gaman að ríða út í góðra vina hópi.

Þetta var afskaplega skemmtilegur útreiðartúr. Ég fór héðan rétt fyrir kl eitt og reið upp að Lyngholti. Þaðan ríðum við að Hurðarbaki og var þá allur hópurinn kominn saman. Frá Hurðarbaki var farin bein leið að Neistastöðum, upp veginn að Brúnastöðum framhjá Miklaholtshelli og Ölvisholti og nýja veginn að flóðgátt Flóaáveitunnar á Brúnastaðaflötum.

Á Brúnastaðaflötum komu þær Hallfríður og Fanney ásamt yngstu börnunum henni Ástu Björg í Lyngholti og óskírðum yngsta syninum á Hurðarbaki, með kaffi til okkar. Mannvirki Flóaáveitunnar voru skoðuð og bæði hestar og hestafólk hvíldu sig um stund. Að þvi loknu var riðið sama leið heim aftur.

Öll vorum við velríðandi. Helgi sem var yngstur í hópnum deildi bæði hest og hnakk með föður sínum. Farið var rólega yfir enda ekki ástæða til annars í góðum hóp, í góðu veðri og í fallegu umhverfi.

Á leiðinni voru hin ýmsu málefni rædd. M.a. var verið að metast á um gæði hrossana og menn jafnvel þreifuðu fyrir sér í hrossakaupum. Í því sambandi voru háar upphæðir nefndar.! emoticon

Öll held ég að við höfum skemmt okkur vel í þessari ferð og þakka ég ferðafélögunum fyrir skemmtilegan dag.
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 130785
Samtals gestir: 23896
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:41:01
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar