Í Flóanum

28.10.2012 07:10

Í steypuvinnu með forsetanum

Á föstudaginn var hornsteinn Búðarhálsvirkjunnar lagður. Ég þáði boð ásamt fleiri sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélögunum við þjórsá að vera viðstaddur. Eins og hefð er um virkjanir Landsvirkjunnar þá sá forseti Ísland um verkið. Fjölmennni var við athöfnina og ávörp voru flutt af ráðherrum ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunnar fólki.

Almenn ánægja og sátt er um þassa virkjun. Ekki þarf að efast um að þessi framkvæmd hefur tölverð jákvæð áhrif á atvinnuástand í þjóðfélaginu í dag. Þarna eru við störf u.þ.b. 300 manns og er þetta stæðsta einstaka framkvæmdin sem í gangi er um þessa mundir í þjóðfélaginu.

Verkinu á að ljúka árið 2014. Um hagkvæman virkjanakost er að ræða, sem mun skila þessari þjóð arði á komandi árum. Til þess er tekið að fjármögnun gekk, til þess að gera, vel þrátt fyrir þá kreppu sem hér er og gríðalegar skuldir sem á þjóðinni hvílir. Það er einmitt sönnun þess hvernig nýting á þeim miklu auðlindum sem við eigum getur verið og er lykill að því að því að við vinnum okkur út úr kreppunni.

Raforkuframleiðsla úr fallvötnum og háhitasvæðum er einn af þeim möguleikum sem við höfum. Mikilvægt er samt að skynsamlega sé unnið úr þeim kostum sem þar eru og menn gái vel að sér í þessum efnum. Vinna við rammaáætlun um nýtingu jarðvarma og fallvatna í landinu hefur verið í gangi á annan áratug. Núverandi ríkisstjórn tók þá ákvörðun, í upphafi kjörtímabilsins, að flýta vinnu við gerð áætlunnar og miða ákvarðnir um virkjanir við niðurstöður úr þeirri vinnu.

Því miður hefur ríkisstjórni ekki staðið við þau fyrirheit. Allt frá því að verkefnastjórn rammáætlunnar skilaði af sér í júní 2011 hefur markvisst verði unnið þannig að upphafleg markmið áætlunnnar, um að skapa einhverja sátt um nýtingu og vernd, eru að engu gerð.

Ráðuneyti ríkisstjórnarinnar færa sífellt fleiri virkjanakosti í s.k. biðflokk. Reynt er að fresta ákvörðun sem mest. Finnst mér það skjóta nokkuð skökku við að þeir virkjanakostir sem mest er vitað um og mesta upplýsingar liggja fyrir um eru settar í biðflokk. Aðrir virkjanakostir sem nánast lítið eru kannaðir en hafa síður verið í umfjöllum eru aftur á móti hiklaust látir standa eftir í nýtingaflokk.

Alþingi er nú með til meðferðar tillögu Umhverfis- og auðlindaráðherra um rammaáætlunina. Þar hafa einstaka þingmenn stjónarflokkanna beitt sér með þeim hætti að þeir virðast lítinn áhuga hafa á að velta fyrir sér áhrifum þeirra virkjanakosta sem verið er að fjalla um hverju sinni. Þess í stað ala þeir á tortryggni gagnvart ýmsum öðrum sem að þessari vinnu hafa komið og reyna að fremsta megni að drepa málinu enn frekar á dreif.

Ég hef það orðið á tilfinningunni að hjá sumum innan ríkistjórnarflokkanna hafi aldrei verið nein meining að freista þess að ná sátt um vernd og orkunýtingu landsvæða. Sú ókvörðun að fallast á að bíða eftir vinnu við rammáætlunina hafi aðeins verið leið til þess að fresta ákvörðun um einstaka  virkjanakosti.

Þetta er ekki trúverðugt og mun gera alla þessa vinnu að engu. Við verðum í nákvæmlega sömu sporum áfram og munum sjálfsagt halda áfram að takast á um hvern virkjanakost fyrir sig. Öllum sem taka þátt í umræðunni verður umsvifalaust skipað í flokk virkjanasinna eða virkjanaandstæðinga. Uppbygging raforkuvera verður áfram ómarkviss og tilviljanakend.

Varðandi athöfina á föstudaginn í Búðahálsvirkjun þá er lagning svona hornsteins í stöðvarhús virkjuninnar svo sem bara einföld steypuvinna og forsetanum tókst bara nokkuð vel til við verkið. Eins og stundum hér áður fyrr, í steypuvinnu, þá var mannskapurinn auðvita yfirdrifinn og því komust ekki nærri allir að verkinu. Ég segi þá bara eins og sveitungi minn einn sagði hér áður fyrr við slíkar aðstæður; " það er ekki aðalatriðið að vinna, heldur bara að vera með" emoticon

Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 130354
Samtals gestir: 23831
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 07:02:16
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar