Í Flóanum

06.01.2013 07:16

Þrettándinn

Ég vil byrja á að óska ykkur gleðilegs árs og þakka öll góð og ánæguleg samskipti á liðnu ári. Þeim sem inn á þessu síðu hafa komið þakka ég innlitið. Sérstaklega þakka ég þeim sem látið hafa álit sitt í ljós á því sem ég hef skrifað hér. Það gerir það óneitanlega áhugaverðara að fá álit á því sem maður er að segja hér.

Þréttándinn er í dag. Í gærkvöldi vorum við á Þretttándaskemmtun Umf. Vöku í Þjórsárveri. Það er löng hefð fyrir þessari skemmtun hjá ungmennafélaginu og það er aðeins á færi elstu manna að muna upphaf hennar. Það eru unglingarnir á hverjum tíma á félagssvæði félagsins sem veg og vanda hafa af þessari skemmtun.

Þannig hefur það alltaf verið í þessa ártugi sem þrettándaskemmtunin hefur verið haldin. Boðið er upp á frumsamda leikþætti (gjarnan með skírskotun til mannlífsins í sveitinni), flugeldasýningu og svo er spilað bingó fyrir veglega vinninga. Ég þakka kærlega fyrir skemmtunina í gærkvöldi. emoticon

Umf. Vaka hélt aðalfund sinn, að venju, að kvöldi 2. janúar s.l.  Fundurinn var vel sóttur. Bæði af virkum félagsmönnum og einnig mættum við þarna nokkrir gamlir félagar. Mér finnst alltaf ganan að koma á þessa fundi og er ánægður með hvað félagið er öflug. 

Í Flóahreppi eru starfandi þrjú ungmennfélög. Öll eru þau vel virk. Þau hafa með sér samstarf á ýmsum sviðum og eru miklvægur þáttur í félags og menningarlífi sveitarinnar. Ég lít á það sem talsverð verðmæti fyrir samfélagið að til staðar er jafn öflugur félagsvettvangur fyrir ungt fólk og hér er.

Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130649
Samtals gestir: 23863
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:16:07
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar