Í Flóanum

17.03.2013 07:18

Landsþing

Sveitarfélögin í landinu héldu landsþing á föstudaginn var. Þar komu saman sveitarstjórnarmenn af öllu landinu og ræddu þau málefni sem helst brenna á. Fulltrúar voru mættir frá ölllum sveitarélögunum nema tveimur. Hátt á annað hundrað manns voru á þessu þingi sem hófst kl 9:30 og var lokið upp úr kl 16:00. Þá tók við snarpur aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.  

Meðal umræðuefna voru vinnutímamál kennara, hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga, rafræn stjórnsýsla og svæðasamvinna sveitarfélaga ásamt ýmsu fleira. Þetta mun hafa verið seinasta landsþing á þessu kjörtímabili en kosið verður til sveitarstjórna á næsta ári.

Nú líður senn að því að við verðum búinn að þreyja bæði þorrann og góuna þennan veturinn. Daginn er tekinn að lenga svo um munar og ekki laust við það að maður finnist vorið vera á næsta leiti. Í tilefni þess læt ég hér fylgja mynd sem Jón Karl Snorrason flugmaður og ljósmyndari tók hér yfir bænum um hásumar 2011.

Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130681
Samtals gestir: 23869
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 19:17:24
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar