Í Flóanum

30.03.2013 07:22

Föstudagurinn langi

Eins og stundum áður, á Föstudaginn langa, var farið í góðan útreiðartúr hér um Flóann í gær. Verðrið var frábært. Reyndar biðum við af okkur él sem gerði þegar lagt var af stað en það sem eftir lifði dagsins var rjómablíða.

Héðan fóru af stað upp úr hádegi, Hallfríður og Jón í Lyngholti, Stefán Ágúst og ég. Hér eru níu hross á járnum og  voru þau öll tekin með. Þegar áð var við Yrpholt komu þau feðgin í Egilsstaðakoti Einar og Halla ríðandi. Einar hélt áfram með okkur en Halla kvaddi og reið aftur heim í Kot.

Í Skyggnisholti var tekið á móti okkur með kaffi og súkkulaði út á hlaði. Ekki var síður tekið vel á móti okkur í Hófgerði og Dalbæ. En á þessum bæjum riðum við heim á hlað og hittum húsráðendur og áttum gott spjall við heimilisfólk í blíðunni

Það var að byrja að skyggja þegar við komum síðan í Egilsstaðakot. Þá höfðum við riðið góðan hring í Flóanum. Í Kotinu var sprett af og farið í kvöldmat hjá ElluVeigu. Þar var reyndar stoppað í góða stund og spjallað saman.

Það var svo á ellefta tímanum í gærkvöldi sem við riðum hingað í Kolsholt aftur. Nokkuð skuggsýnt var orðið en þó var norðurhimininn heiður og þar sást blika í stjörnur og norðurljós. Ljósin á bæjunum sáust um allan Flóann. Engin umferð var á vegunum fyrir utan einn bíl ( Sveinn Orri á Löduni ) sem kom upp Egilsstaðveginn.

Hjóðbært var í kvöldkyrrðinni. Fyrir utan hófadynin heyrðist öðru hvoru í áftinni á Villingaholtsvatni en þar bíður hún nú í hundraðavís að komast í nýgræðininn þegar byrjar að grænka. Í fjarska heyrðist einnig niður í Atlandshafinu þar sem það lemur suðurströnd landsins.
 
Hrossin voru nú orðin slök en samt viljug að komast heim. Þau sem vildu streða og jafnvel slást í upphafi ferðar runnu nú ljúf með slakan taum og nánast öll í einum takti. Við vorum sammála um að þetta væri hápunturinn á annars mjög góðri og skemmtilegri ferð. emoticon






Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 130776
Samtals gestir: 23895
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:29:53
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar