Í Flóanum

12.06.2013 22:55

12. júní

Í dag er bóndinn í Jaðarkoti, hann Sigmar Örn  þrítugur. emoticon  Ég er nú búinn að þekkja hann í öll þessi þrátíu ár enda var ég viðstaddur fæðingu hans. Hann fæddist reyndar sama dag og við foreldrar hans áttum eins árs brúðkaupsafmæli.

Eins og allir sem þekkja Sigmar vita er hann, og hefur alltaf verið, einstaklega þægilegur í allri umgengni. Það er ekki hægt að segja annað en hann hafi verið vandræða lítill í uppeldi. Það breytir ekki þeirri staðreynd að hann hefur alltaf viljað fara sínar eigin leiðir á sínum forsendum. 

Hann hafði strax á barnsaldri einstakt lag á að komast upp með ýmislegt sem fáum öðrum  hefði getað tekist. Sennilega hefur það orðið til þess að hann er ennþá jafn sérvitur og hann hefur alltaf verið. Í dag erum við samstarfsfélagar og mér líkar það vel.  emoticon  

Eins og ég sagði áðan þá fæddist Sigmar sama dag að við Kolbún eigum brúðkaupsafmæli. Ég rakst á þessa mynd um daginn sem tekin var fyrir 31 ári síðan í brúðkaupsveislu í Þjórsárveri. Fyrir þá sem ekki átta síg á hvaða fólk þetta er þá eru þarna auk okkar brúðhjónanna, tengdaforeldrar mína, þau Guðfinna Björg Þorsteinsdóttir (1916 - 1984 ) og Júlíus Sigmar Stefánsson (1912 - 1989 ) og okkar elsta barn hún Hallfríður Ósk.



Mér finnst hún Halla hafa elst svakalega mikið......emoticon    Hvað finnst ykkur?  



Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126890
Samtals gestir: 22931
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:50:44
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar