Í Flóanum

15.10.2013 07:48

Október

Verkefni októbermánaðar eru, auk hefðbundinna haustverka í sveitinni, að sitja fundi ýmiskonar og vinna að fjárhagsáætlunum. Má sega að á meðan maður er í starfi oddvita sveitarstjórnar sé þetta einn mesti annatími ársins.

Þegar maður er odddviti sveitarstjónar í sveitarfélagi, eins og Flóahreppur er, fylgir því ýmislegt. M.a. að sitja í stjórnun og nefndum ýmissa samstarfsverkefna og byggðasamlaga sem sveitarfélagið er aðili að. Það þarf að vinna fjárhagsáætlun fyrir öll þessi verkefni sem fjárhagsáætlun sveitarfélagsins tekur svo mið af.

Þetta er mjög mikilvæg vinna og leggur grunn að ábyrgri meðferð opinberra fjármuna.

Mánuðurinn byrjaði með árlegri fjármálaráðstefnu íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í Reykjavík 3. og 4.okt. Þessa dagana er nú verið að undirbúa haustfund Héraðsnefndar sem fram fer 17. og 18. okt og Ársþing SASS sem verður 24. og 25. okt.  

Á Héraðsnefndarfundinum eru m.a. fjárhagsáætlanir  Almannavarna-, Brunavarna-, Hérasskjalasafns-, Byggðasafns Árnessýslu  og Listasafns Árnesinga afgreiddar. Á SASS þinginu er afgreiddar áætlanir fyrir samtök Sunnlenskra sveitarfélaga, Sorpstöðina, Heilbrigðiseftirlitsins og Skólaskrifstofuna. Reyndar stendur til að leggja Skólasrkrifstofuna niður um næstu áramót.

Auk þessa er Flóahreppur í samstarfi við önnur sveitarfélög um ýmis önnur verkefni s.s. eins og Þjónustusvæði um málefni fatlaðra, Velferðaþjónustu Árnesþings og Skipulagsembætti uppsveita Árnessýslu. 

Hjá ollum þessum aðilum er verið að vinna fjárhagsáætlun og skipuleggja starfsemi næsta árs þessa dagana. Stefnt er svo að því að leggja fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Flópahrepps á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar sem verður 6. nóv. n.k. 



 
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131392
Samtals gestir: 24070
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:50:29
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar